Í kvöld var spilað þriðja og síðasta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Heildarstaðan er pínu flókin því til að hljóta verðlaun varð parið að spila öll þrjú kvöldin.
Laugardaginn 24.
Þriggjakvölda tvímenningur þar sem tvö bestu kvöldin telja hófst síðast liðinn fimmtudag. Enginn réð við þá Garðar og Jóhann sem leiða mótið. Mótinu verður framhaldið næst komandi fimmtudag og hægt er að bæta við pörum.
Hin sívinsæla Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefs fimmtudaginn 25. október. Fjórtán sveitir hafa mætt til leiks undanfarin tvö ár og eru Bingi og feðgarnir, ásamt góðum vinum, núverandi Kópavogsmeistarar.
Annað kvöldið af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Gísli Tryggvason og Hjálmar Pálsson náðu besta skori kvöldsins með 48 impa í plús en Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson hafa nú 13 impa forystu í fyrsta sætinu.
Enn heimtast smalar af fjalli og fjölgaði sem því nam í hópnum á Heimalandi. Alls eru nú komnir 22 sauðir á hús en um 6 eru enn á útigangi.
Vetrarspilamennskann hófst með eins kvölds upphitunartvímenningi. Mættu 9 pör og efstir urðu Guðmundur og Gísli. Næsta mót er þriggja kvölda tvímenningur þar sem 2 kvöld af 3 telja.
Fyrsta kvöldið af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Heiðurshjónin Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson náðu besta skorinu með 58 impa í plus og hafa 18 impa forystu á næsta par.
Sl. þriðjudag urðu fagnaðarfundir á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga, þegar við fallega fólkið settumst að spilum á nýju spilaári. Til leiks mættu 9 pör, sem er með allra minnsta móti.
Þriggja kvölda bötlertvímenningi BR er lokið en 3 pör börðust um sigurinn fram í síðasta spil. Haukur Ingason og Hermann Friðriksson höfðu þetta á endasprettinum.
Vetrarstarf félagsins hófst síðastliðið föstudagskvöld með aðalfundi og spilamennsku. Regluleg spilamennska hefst svo fimmtudaginn 4.okt með einskvölds upphitunartvímenningi.
Hrund Einarsdóttir og Hrólfur Hjaltason skoruðu mest yfir kvöldið í eins kvölds bötlertvímenningi. Nánar hér Myndir á facebooksíðu BH Næsta mánudag hefst aðaltvímenningur BH.
Hulda Hjálmarsdóttir, vinur allra vina sinna, sló upp glæsilegu afmælismóti í Breiðfirðingabúð í gærkvöldi. Spilað var á 17 borðum og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í N-S og A-V.
Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld með sigri mæðgnanna Estherar Jakobsdóttur og Önnu Þóru Jónsdóttur. Þær fengu 115 stig sem er samanlögð prósentuskor úr tveimur kvöldum.
Vetrar starf félagsins hefst venju samkvæmt síðasta föstudag í september. Föstudaginn 28.september verður aðalfundur félagsins kl 20:00 í Selinu á íþróttavellinum á Selfossi.
Guðmundur Snorrason og Daníel "Tjokkó" Sigurðsson urðu hlutskarpastir í bötlertvímenningi 24. september. Harpa Fold og Vignir Hauksson urðu í 2.sæti og Ómar Óskarsson og Valbjörn Höskuldsson í 3.sæti.
Haukur Ingason og Hermann Friðriksson eru efstir eftir fyrsta kvöld af þremur í bötlertvímenningi BR. Bestu 2 af 3 kvöldum gilda þannig að enn geta pör bæst við í kvöld, 25. september.
Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélagi Kópavogs eru Hjalmar S Pálsson og Sigurður Steingrímsson efstir með 112,6 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum tveimur.
Keyrum spilakvöld nýliða í gang fimmtudaginn 20. september. Alltaf spilað í Síðumúla 37 á fimmtudögum fram að 13. desember nema annað sé auglýst.
Miðvikudagsklúbburinn ætlar að styrkja spilara á Íslandsmót kvenna í tvímenning og Íslandsmótið í einmenning. Hægt verður að sækja um keppnisgjöld fyrir 3 pör á Íslandsmóti kvenna í tvímenning og 8 keppnisgjöld á Íslandsmótið í einmenning.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar