Rangæingar -- Meðalhófsreglan

miðvikudagur, 10. október 2018

Enn heimtast smalar af fjalli og fjölgaði sem því nam í hópnum á Heimalandi.  Alls eru nú komnir 22 sauðir á hús en um 6 eru enn á útigangi.   Við Rangæingar tileinkuðum spilakvöldið meðalhófsreglunni sem hefur verið talsvert í fjölmiðlum síðustu daga.   Í anda hennar var kvöldið jafnt, kaffið mátulega lagað, spilin mátulega skemmtileg og úrslitin óvenjunálægt meðalhófi.  

"Það grandar okkur ekkert" sagði vinnumaðurinn í Varmahlíð hróðugur, enda sérfræðingur í 3 gröndum.  Varmahlíðarvinnumenn irnir urðu  enda efstir með 57,5% skor.  Næstir urðu annarssætissérfræðingarnir Sigurður og Torfi með 55,4% skor.  Þriðja sætinu deildu af sönnu meðalhófi og í mesta bróðerni Örninn haukfráni og Óli danski, með 54,2% skor eins og Svavar bróðir og Ægissíðugoðinn.

Úrslit og spil má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar