Aðaltvímenningur félagsins hófst á fimmtudags kvöld. Kristján Már og Sigurður Björgvins tilltu sér flótlega á toppinn og bætt við forystuna janft og þétt allt kvöldið.
Öll spil og úrslit í rauntíma
Öll úrslit og spil
Austurlandsmótið í tvímenningi 2018 sem vera átti á Skjöldólfsstöðum um helgina er frestað um ótiltekinn tíma vegna lélegrar þáttöku.
Eftir tíu umferðir af 15 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Þóru Hrannar enn efst, nú með þriggja stiga forystu á Garðs Apótek.
Sl. þriðjudag mættu 12 pör á Heimaland til að leika 2. umferð í Butler-tvímenningi félagsins. Meðal þátttakenda voru Héraðshöfðinginn og Strandamaðurinn sterki.
Þriggjakvölda butler tvímenningi lauk síðast liðið fimmtudagskvöld. Efsti urðu þeir Höskuldur og Guðmundur. Næsta mót félagsins er þriggjakvölda aðaltvímenningur.
Sjöunda og áttunda umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í kvöld. Eftir sigur Garðs Apóteks á sveit Þóru Hrannar í áttundu umferð munar nú aðeins þremur stigum á sveitunum í tveimur eftstu sætunum.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar leik í 5 kvölda Butler. 12 pör mættu til leiks, þ.á.m. góðir gestir. Gestrisni okkar Rangæinga er annáluð og hér í sveit hefur ávallt verið til siðs að draga fram það besta sem til er í búrinu hverju sinni, þegar gesti ber að garði.
Eins kvölds butlertvímenningur var spilaður hjá BH í kvöld.
Breytingar urðu á toppi mótsins, þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. Kúabóndinn í Stóra Ármóti tók forystuna ásamt aðstoðarmanni sínum. Það stefnir í spennandi lokakvöld.
Eftir sex imferðir af fimmtán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Þóru Hrannar aftur orðin efst með 93,5 stig og hefur 10 stiga forystu á Garðs Apótek.
Eftir endalausar upphitanir var loksins komið að alvörunni sl. þriðjudag á Heimalandi. Gjaldkerinn dró upp veskið og gaukaði að spilastjóra nokkrum bjórum, sem hann hafði fengið á góðu verði í einhverri nauðþurftabúð.
Kristján Már og Vilhjálmur leiða eftir fyrsta kvöldið af þremur í þriggjakvölda butlertvímenningi.
Eftir fjórar umferðir af fimmtán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru liðsmenn SFG oorðnir efstir með tveimur stigum meira en sveit Þóru Hrannar.
Norhern Lights 2019
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman á Heimalandi að vanda. Það var gaman. Til leiks mættu 11 pör. Eftir að hafa sleppt óþarfa upphitunum í haust mættu Moldnúpsvertinn og Skógabóndinn öflugir til leiks.
Fyrsta móti vetarins er lokið og sigruðu þeir Garðar Garðarsson og Jóhann Frímannsson, eftir að hafa háð harða baráttu við Kristján Má og hans makkera.
Fyrstu tvær umferðirnar í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í kvöld. Fimmtán sveitir mættu til leiks og er sveit Þóru Hrannar efst með 36,11 stig.
Eftir að hafa hrakist niður í Gunnarshólma þriðjudaginn fyrir viku, trúlega vegna fundar samtaka fiskvinnslustöðva í Rangárþingi, heimtum við heimavöll okkar aftur sl.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar