Rangæingar -- Vel spilaðir

miðvikudagur, 21. nóvember 2018

Sl. þriðjudag mættu 12 pör á Heimaland til að leika 2. umferð í Butler-tvímenningi félagsins.   Meðal þátttakenda voru Héraðshöfðinginn og Strandamaðurinn sterki.    Þeir vinirnir voru nýkomnir heim úr mikilli Bjarmalandsför en svo skemmtilega vildi til að þeir dvöldu um helgina við spil í kaupstaðnum.  Tóku þar þátt í deildakeppninni.  Unnu einhverja, gerðu jafntefli við aðra en töpuðu fyrir einhverjum líka, svo útkoman varð í sæmilegu meðallagi.   En það er ekki aðalatriðið, heldur hve vel drengirnir komu undan helginni.  

Léku við hvurn sinn fingur við heimkomuna og náðu 77 impum lipurlega í hús.  Næstir inn varð spútnik par haustsins, Arnarhólsöðlingurinn og Grundargæinn, með 59 impa.  Þriðju urðu svo Skógabóndinn og vertinn með 19 impa. "

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna eftir 2 kvöld af 5 hér

           

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar