Hermann Friðriks og Haukur Inga unnu Butlertvímenning BK

fimmtudagur, 18. október 2018

Í kvöld var spilað þriðja og síðasta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Heildarstaðan er pínu flókin því til að hljóta verðlaun varð parið að spila öll þrjú kvöldin. En í butlerútreikningi getur eitt par skorað meira á tveimur kvöldum en annað par gerir á þremur kvöldum. Þess vegan eru Hermann Friðriksson og Haukur Ingason í fyrsta sæti, Hallgrímur Hallgrímsson - Sigmundur Stefansson/Baldur Kristjánsosn í öðru sæti og Gunnlaugur Sævarsson og Valgarð Blöndal í þriðja sæti af þeim pörum sem spiluðu öll þrjú kvöldin. Annars má sjá úrslitin á HEIMASÍÐUNNI

Aðalsveitakeppni BK byrjar svo næsta fimmtudag og er skráning hjá Jörundi s. 699-1176 og Þórði Ingólfssyni á messenger.

SKRÁNINGARLISTI

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar