Fyrsta kvöldið í FRESCO-impakeppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í kvöld. Sigmundur Stefánsson og Eyþór Hauksson náðu besta skorinu með 64 impa í plús.
Það urðu fagnaðarfundir að Heimalandi sl. þriðjudag þegar menn og kona komu saman á ný til að hefja vetrarstarf Bridgefélags Rangæinga. Vel lítur út með veturinn því 13 pör mættu til leiks þetta fyrsta kvöld og vitum við þó af 2-3 pörum sem við eigum von á því að verði með okkur í vetur en voru ekki mætt.
Við viljum koma því á framfæri að ekki verður spilað næsta mánudagskvöld vegna landsleiksins við Hollendiga í fótbolta. Síðasta kvöldið í Gamla-Vínhúss tvímenningnum frestast því um viku.
Fyrsta kvöldið af þremur í suðurgarðstvímenningnum fór fram síðastliðin fimmtudag með þátttöku 9 para. Efst eru Kristján Már og Ólöf og skammt á hæla þeirra eru þeir Höskuldur og Eyþór.
Björn Jónsson og Þórður Jónsson sigruðu í þriggja kvölda Haust-Monrad sem lauk hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Minni á fyrsta spilakvöld briddsfélags Selfoss fimmtudaginn 2. október. Byrjað er á þriggjakvölda tvímenningi þar sem tvö bestu kvöldin telja til úrslita.
Ekki er vitað hvort dansað var í Hruna þriðjudagskvöldið 30/9 sl. Hins vegar hittust Hrunamenn í félagsheimilinu á Flúðum þetta kvöld og dönsuðu inn í tækniöldina þegar vetrarstarf félagsins hófst með eins kvölds upphitunar- og tækniinnleiðingartvímenning.
Þá er lokið tveggja kvölda Startmótinu en mótið jafnaðist verulega seinna kvöldið. Efstir urðu Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson með 56,4%.
Ekki spilað í kvöld, 29.
Mánudaginn 29. september byrjar 3ja kvölda Butler með verðlaun frá Gamla vínhúsinu. Allir spilarar eru velkomnir.
Vetararstarf briddsfélags Selfoss hófst föstudaginn 26. september með aðalfundi. Formannsskipti urðu hjá félaginu, Brynjólfur Gestsson tók við af Garðari Garðarssyni.
Anna Þóra Jónsdóttir og Esther Jakobsdóttir unnu fyrsta Dömukvöld BR veturinn 2014-2015.
Gísli og Heimir Tryggvasynir eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Haust-Monrad Bridgefélags Kópavogs.
Inga Dóra Sigurðardóttir og Ingveldur Bragadóttir og Guðrún Indriðadóttir og Dagný Jónsdóttir enduðu efstar og jafnar á spilakvöldinu 22. sept.
Vetrarstarf Bridgefélags Selfoss hefst föstudaginn 26. September næstkomandi með aðalfundi félagsins.Fundurinn hefst kl 20:00 og verður í Selinu á íþróttavellinum.
Fyrsta kvöldið af þremur í Haust-Monrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. "Vinirnir" tóku uppá því að splitta pörunum og bar það þann fína árangur að þeir urðu í tveimur efstu sætunum.
Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson unnu 26 para tvímenning með hið ágæta skor 64,7%. Í 2. sæti voru Þorgerður Jónsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen og í 3ja sæti Gunnlaugur Karlsson og Ísak Örn Sigurðsson.
Guðmundur Sigursteinsson og Unnar Atli Guðmundsson unnu fyrsta spiladag eldri borgara á Miðvikudögum. Þeir skoruðu 64,2% og næstar voru Friðgerður Benediktsdóttir og Kristín Guðbjörnsdóttir með 56,7%.
Nú er komið að því... Startmótið hefst 23.sept og er tveggja kvölda tvímenningur. Það verður án efa byrja með látum eins og Sumarbridge endaði. þar sem 4 pör voru nánast jöfn fyrir lokasetuna.
Sigurjón Harðarson og Sigujón Björnsson unnu fyrsta spilakvöld BH. Þeir skoruðu rétt tæplega 62%. Næsta mánudag verður spilaður einskvölds tvímeningur og mánudaginn 29. september byrjar 3ja kvölda Gamla vínhús Butler tvímenningur.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar