Pétur Hartmansson og Sigfinnur Snorrason sigruðu íslandsbankabarometerinn nokkuð auðveldlega. En á eftir þeim komu þeir Kristján Már og Helgi Grétar.
Suðurlandsmótið í tvímenning 2011 verður haldið laugardaginn 9. apríl í Tryggvaskála á Selfossi. Spilamennska hefst kl. 10:00. Skráning er á þessari síðu.
Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda Monrad-barómeter hjá Bridgefélagi Kóopavogs var spilað í gærkvöldi. Formaðurinn og gjaldkerinn voru í banastuði og fengu rúm 67% skor.
Annar einmenningur Bridgefélags Akureyrar af þremur var þriðjudaginn 29.mars. Til heildarsigur gilda tvö bestu kvöldin af þremur en hvert kvöld er líka stakt mót svo allir eru velkomnir í hvert sinn.
Meistaratvímenningur (Aðaltvímenningur) byrjar á Suðurnesjum á morgun miðvikudag. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt. Heitt á könnunni og keppnisandinn til staðar.
Bridgehátíð í Þórbergssetri Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri verður helgina 2. - 3. apríl. Allir bridgeáhugamenn eru velkomnir að koma og taka þátt og eta hrossakjöt og njóta dvalar í Suðursveit eina helgi.
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kóopavogs lauk í gærkvöldi með sigri sveitar Ingvaldar sem fékk 2110 stig úr kvöldunum fjórum. Hjálmar og félagar komu skammt á eftir með 2069 stig.
Halldórsmótið var þriggja kvölda sveitakeppni átta sveita með Board-a-Match ívafi. Síðasta kvöldið var gríðarlega spennandi og sveit Frímanns Stefánssonar varð að lúta í gras fyrir sveit Old Boys eftir að hafa leitt fram að lokaumferðinni þar sem Old Boys skaust fram út.
Sigfinnur Snorrason og Pétur Hartmansson tóku efsta sætið í íslandsbankatvímenningnum þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. Rétt á eftir þeim koma svo Kristján Már og Helgi Grétar.
Sigurvegarar komu alla leið frá Sauðárkróki en það voru þeir Ásgrímur og Jón Berndsen en eiginlegir svæðameistarar urðu Dalvíkingarnir Hákon Sigmundsson og Ingvar Jóhannsson.
Þriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærgvöldi. Sveitir Ingvaldar og Hjálmars héldu sínu striki en höfðu þó sætaskipti á toppnum.
Tveggja kvölda Vanur - Óvanur byrjaði á Suðurnesjum í gær. Frábært var að sjá spilara sem hafa verið á námskeiði hjá okkur koma á miðvikudagskvöldi og spila.
Aðalsveitakeppni BR 2011. er hafin. Hnífjafnt er á toppnum.
Staðan eftir 2 kvöld af þremur
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst í kvöld, 5 kvölda keppni. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 kl. 19.
3ja kvölda aðaltvímenningur Bridgefélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 14. mars Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóhannsson eru með góða forystu en þeir skoruðu 65,3%.
Gunnar Þórðarson og Sveinn Ragnarsson eru efstir í Íslandsbankabarómeter Briddsfélags Selfoss. Keppnin er þriggjakvölda barómeter. Skammt á hæla þeirra koma Björn Snorrason og Guðmundur Gunnarsson.
Annað kvöld af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveitir Hjálmars og Ingvaldar hafa náð góðri forystu á aðrar sveitir og virðast ætla að berjast um sigurinn.
Feðgarnir Eiríkur Sigurðsson og Sigurður Kristjánsson unnu 21 para tvímenning með 63% skor. Þeir voru 5% fyrir ofan næsta par sem var Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson.
Þá er kominn butler úr 19. umferð og heildarstaðan í butlernum líka komin í lag. Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda Aðaltvímenningur þar sem spilaður verður Barómeter.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar