Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni 2011 er sveit Sparisjóðs Siglufjarðar, en í þeirri sveit spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Steinar Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H Einarsson.
Feðgarnir Júlíus Snorrason og Eiður Már Júlíusson sigruðu örugglega í þriggja kvölda Monrad-barómeter Bridgefélags Kópavogs. Þeir voru í álíka stuði og Íslaenska Landsliðið í handbolta í gærkvöldi og fengu 63% skor þegar síðasta kvöldið var spilað.
Lilja Kristjánsdóttir og Ólöf Ólafsdóttir voru efstar af 22 pörum í Miðvikudagsklúbbnum, 19. janúar. Þær skoruðu 61,4%. Næstir voru Björn Arnarson og Erlingur Þorsteinsson og í 3ja sæti Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson.
Búið er að spila 1 kvöld af 3 í nýja sveitakeppnistvímenningnum hjá Bridgefélagi Selfoss. Efstir eru Helgi og Brynjólfur með 50 impa í plús, í 2. sæti eru Kristján Már og Helgi Grétar með 47,8 impa í plús og í 3. sæti eru Anton og Pétur með 46 impa í plús.
Hér koma úrslitin úr jólamóti okkar Rangæinga sem haldið var í golfskálanum á Strönd 15.01. Mótið tókst í alla staði afar vel. Strönd er frábær spilastaður og viðurgjörningur Kötu veitingastjóra, eins og best verður á kosið.
Fyrsta umferð í sveitakeppni félagsins var spiluð síðastliðin þriðjudag. Allsráðandi einvaldur raðaði í sveitir og eru þær sjö talsins.
Í svæðamóti Norðurlands Eystra í sveitakeppni 2011 börðust 6 sveitir um 3 sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Baráttan var hörð bæði um 1.sætið og um hið mikilvæga 3.sæti.
Þegar mótið er hálfnað leiðir sveit Gylfa Pálssonar en 6 sveitir keppa um 3 sæti. 1. Gylfi Pálsson 110 2. Sagaplast 104 3. Efnamóttakan 78 4. Stefán Vilhjálmsson 74 5. Gestasveit X7 47 6.
Reykjanesmótið í Sveitakeppni er í fullum gangi og keppnisstjóri uppfærir úrslit og spil eftir hverja umferð sem tekur ca. eina og hálfa klukkustund.
16 pör mættu til leiks í fimm kvölda butlertvímenningi. Spiluð verður tvöföld umferð, 5 spil milli para og 30 spil á kvöldi. Efstir eftir fyrsta kvöld er þeir Jóhannes Sigurðsson og Karl Hermannsson með 49 Impa.
Þórður Björnsson og Birgir Örn Steingrímsson hafa eins stigs forystu á Sigurð Sigurjóns og Ragnar Björnsson eftir tvö kvöld af þremur í Monrad-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs.
Eftir 1.kvöldið og 3 umferðir leiðir sveit Stefáns Vilhjálmssonar. Ein sveit komst ekki vegna færðar og eru því 3 leikir enn óspilaðir.
Birkir Jón Jónsson og Anton Haraldsson stóðu uppi sem sigurvegarar í tvímenningskeppni Bridgehátíðar Vesturlands með skor upp á 61,5%. Í öðru sæti enduðu Harpa Fold Ingólfsdóttir og Svala K Pálsdóttir og í 3. sæti enduðu þeir Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen.
Fyrsta þriðjudag þessa árs hittust topp 16 spilarar síðasta spilaárs í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga og öttu kappi í einmenningi. Sláturhúsið á Hellu gefur vegleg verðlaun sem og sárabætur.
Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason sigruðu HSK mótið sem fór fram föstudaginn 7. janúar. Þeir tóku snemma forystu og létu hana ekki af hendi eftir það.
Sveit Bjarna Einarssonar vann sveitakeppni Bridgehátíðar Vesturlands 2011. Með Bjarna spiluðu Aðalsteinn Jörgensen, Júlíus Sigurjónsson og Þröstur Ingimarsson.
Þriggja kvölda monrad-barómeter hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í gærkvöldi. Þórður Björnsson og Birgir Örn Steingrímsson eru efstir eftir fyrsta kvöld með 61,6% skor.
REYKJAVÍKURMÓT Í SVEITAKEPPNI 2011-HEIMASÍÐA Búið er að ákveða spiladaga fyrir Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2011. Þriðjudagur 4. janúar: 2 umferðir Miðvikudagur 5. janúar: 2 umferðir Fimmtudagur 6. janúar: 2 umferðir Mánudagur 10. janúar: 2 umferðir Þriðjudagur 11. janúar: 2 umferðir Miðvikudagur 12. janúar: 2 umferðir Þriðjudagur 18. janúar: 2 umferðir Laugardagur 22. janúar: 3 umferðir Þessi dagskrá miðast við 18 sveitir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar