Bridgefélag Rangæinga (28)

mánudagur, 10. janúar 2011

Fyrsta þriðjudag þessa árs hittust topp 16 spilarar síðasta spilaárs í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga og öttu kappi í einmenningi.  Sláturhúsið á Hellu gefur vegleg verðlaun sem og sárabætur.  Í verðlaun er saltkjötssoðning sem og í sárabótum.  Eftir æsispennandi kvöld þar sem menn skiptust á að leiða hópinn var það snillingurinn Sigurjón Pálsson sem náði að landa titlinum í ár.  Nánari úrslit hér.

Framundan:

Nk. þriðjudag hefst sveitakeppnin og eins og áður raða ég í sveitir.   

Jólamótið okkar verður svo spilað laugardaginn 15. janúar.    Vinsamlegast tilkynnið einnig þátttöku í það mót sem fyrst.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar