Þann 30. desember fór fram hið árlega jóla- og flugeldamót Bridgefélags Akureyrar styrkt af Hótel KEA. Mótið var spennandi allt fram á síðasta spil og það var ekki fyrr en þá sem kom í ljós hverjir færu heim með stærstu terturnar.
Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H Einarsson unnu mótið á síðasta spili í síðustu setu.
Minningarmót Gylfa Baldurssonar/jólamót Bridgefélags Reykjavíkur Verður haldið fimmtudaginn 30. desember 2010 í Síðumúla 37, Reykjavík hefst kl.
Hrólfur Hjaltason og Kristján Blöndal voru efstir af 81 pörum sem tóku þátt í Jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar. Þeir voru með 61.7% skor. Í öðru sæti voru feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson með 59,1% og í þriðja sæti voru Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson með 59,0%.
Þann 29. desember n.k. munum við spila eins kvölds tvímenning á suðurnesjum. Það er eini klúbburinn sem mun spila milli jóla og nýárs. Allir velkomnir og það verður heitt á könnunni.
Jólabarómeter (Landsbankabarómeter) Það er ekki hægt að segja annað um okkur Rangæinga en að gestrisnin sé ávalt höfð í fyrirrúmi. Síðastliðið þriðjudagskvöld varð engin undantekning frá reglunni.
Nú hefur aðal-butlerinn runnið sitt skeið á enda. Merkustu og ánægjulegustu tíðindi þessa árs urðu þau að nýliðarnir okkar nældu allir í bronsstig.
Helgi Grétar Helgason sigraði jólaeinmenning Briddsfélags Selfoss að þessu sinni. Hlaut hann að launum ljúfengt hangikjötslæri frá Krás Kjötvinnslu.
Björn Jónsson og Þórður Jónsson unnu Jólatvímenning Bridgefélags Kópavogs þetta árið. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. Spilamennska hefst að nýju fimmtudaginn 6. janúar á nýju ári.
Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson unnu einskvöldstvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum miðvikudaginn 15. desember. Þau fengu 64.9% og voru töluvert á undan 2. sætinu sem féll í skautið á Guðnýu Guðjónsdóttur og Hrafnhildi Skúladóttur.
KEAHOTEL jólamótið í tvímenningi verður haldið á Hótel KEA fimmtudaginn 30. des. nk. Spilamennska hefst kl. 17, spilaður verður Monrad Barómeter.
Sveit GSE fór á kostum á öðru kvöldi aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar og vann báða sína leiki 25-0! Elstu menn muna ekki hvenær þetta gerðist síðast! Sveitin hefur nú góða forystu eftir 4 leiki en nóg er eftir af mótinu og margar sveitir sem vilja sigra þá eftir þetta! Næsta mánudag verður spilaður jólatvímenningur og aðalsveitakeppnin heldur svo áfram 10.janúar þar sem sveit Miðvikudagsklúbbsins er í yfirsetu í fyrsta leik.
41 par skráði sig til leiks í Minningarmótið um Kristján Örn Kristjánsson. Hann hefði orðið 58 ára i dag ef hann hefði lifað. Frábært mót í alla staði og viljum við þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á suðurnesin í dag.
Helgi G. Helgason er eftstur í jólaeinmenning Briddsfélags Selfoss þegar fyrra kvöldinu af tveimur er lokið. Staðan á toppnum er nokkuð jöfn. Seinna kvöldið verður næstkomandi fimmtudag sem er jafnfram síðasta spila kvöld þessa árs hjá Briddsfélagi Selfoss.
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar sigraði nokkuð örugglega í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs sem lauk í gærkvöldi. Þeir sigruðu sveit Vina í síðustu umferð nokkuð örugglega og fengu 16 stigum meira en sveit Baldurs Bjartmarssonar sem varð í öðru sæti.
Guðný Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir unnu sameiginlegt spilakvöld hjá Miðvikudagsklúbbnum og Muninn. Bæði félög spiluðu sömu spil og voru þau síðan samreiknuð í lok spilakvölds.
Hallgrímur Hallgrímsson og Hjálmar S Pálsson burstuðu tvímenninginn með 2285 stig.
...Pétur Guðjónsson og Hörður Blöndal! Þriðjudaginn 7.desember fór fram lokakvöldið í Akureyrarmótinu í tvímenningi 2010 en 18 pör tóku þátt. Pétur og Hörður höfðu góða forystu eftir þrjú kvöld og voru enn öruggir á toppnum eftir fjórða kvöldið þó aðrir hafi reynt að sækja á þá.
Hvorki meira né minna en 19 sveitir mættu til leiks í Aðalsveitakeppni BH sem byrjaði mánudaginn 6. desember. Sveit Jóns Guðmar Jónssonar er efst með 49 stig af 50 mögulegum.
Sjá hér
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar