Nú er hafið Akureyrarmótið í tvímenningi en það er fjögurra kvölda mót með mjög góðri þáttöku eða 18 pörum. Mótið fer skemmtilega af stað og hnífjafnt er á toppnum.
Þeir Brynjólfur Gestson og Helgi Hermansson eru efstir eftir 1. kvöldið af fjórum í Sigfúsartvímenning Briddsfélags Selfoss. Næstir á eftir þeim koma þeir Karls Björnsson og Össur Friðgeirsson.
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar er enn með forystu í aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs en sveitir Þórðar Jóns og Baldurs Bjartmars fylgja Þó fast á eftir.
Þriðja kvöld af fjórum í hausttvímenningi á suðunesjum fór fram 10. nóv og stóðu Sigurður Davíðsson og Ingimar Sumarliðason uppi sem sigurvegarar kvöldsins með 60,5% en ekki langt undan komu þeir Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen með 59,3%.
Eftir harða baráttu við sveit Gylfa Pálssonar komust Old Boys á toppinn í Hraðsveitakeppni Byrs hjá B.A. Í sigur sveitinni spiluðu Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Hörður Blöndal og Grettir Fríamnnsson.
Butlerinn úr fyrstu tveimur umferðunum er kominn á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Þeir kumpánar Kristján Már og Helgi Grétar eru óstöðvandi þessa dagana á Suðurlandi. Þeir sigruðu tvímenning þar sem leiddu saman hesta sína félagar í Briddsfélagi Selfoss og Briddsfélagi Rangæinga.
Þeir félaga Kristján Már og Helgi Grétar sýndu styrk sinn og sigruðu þriggja kvölda butler tvímenning hjá briddsfélagi Selfoss. Á eftir þeim komu þeir Ólafur og Gunnar Björn.
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar tók forystu eftir tvo góða sigra í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs í gærkvöldi. Stöðuna og úrslit í fyrstu tveimur umferðunum má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Jóhannes Sigurðsson og Pétur Júlíusson höfðu mikla yfirburði allt kvöldið og unnu nokkuð sannfærandi með 63,8% skor. Í öðru sæti komu þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson með 58,6% skor.
Fyrsta alvöru mót vetrar átti sér stað síðasta þriðjudagskvöld. Barómeter með verðlaunum sem hægt er að drekka, fyrir þá sem aldur hafa til.
Á morgun, fimmtudaginn fjórða nóvember hefst aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Spilað er í félagsheimili eldri borgara, Gjábakka, Fannborg 8, á bak við Landsbankann sem stendur á brúnni yfir Hafnarfjarðarveginn.
Hraðsveitakeppni BR 2010. Sveit H.F. Verðbréf er efst með 626 stig.
Þeir Jörundur Þórðarson og Friðjón Þórhallsson skiluðu 63,4% skori í hús og unnu eins kvölds tvímenning nokkuð örugglega. Næstir á eftir þeim komu þeir Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason með 59,2% skor.
Greifameistarar urðu Una Sveinsdóttir, Jón Sverrisson og Sveinn Pálsson eftir að hafa haldið forystunni frá upphafi.
Systkinin Sigurjóna Björgvinsdóttir og Freysteinn Björgvinsson sigruðu nokkuð örugglega í monradtvímenningi hjá bridgedeild Breiðfirðingafélagsins í gærkvöldi.
Þeir Ólafur Steinason og Gunnar Björn hafa forystu í Málarabutler Briddsfélags Selfoss þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. En skammt á hæla þeirra koma Kristján Már og Helgi Grétar og ekki þar langt á eftir Björn og Guðmundur.
Nafnarnir Magnús sigldu sigri sínum nær örugglega í höfn núna síðastliðið þriðjudagskvöld og voru fáir sem gerðu sig líklega til þess að standa í vegi fyrir þeim.
Þriggja kvölda butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs er lokið. Óskar Sigurðsson og Þorstein Berg stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við þá feðga Þórð Jörundsson og Jörund Þórðarson sem gáfu verulega eftir síðasta kvöldið.
Feðgarnir Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Butler-keppni Bridgefélags Kópavogs. Besta skori kvöldsins náðu hinsvegar forsetinn fyrrverandi Þorsteinn Berg og makker hans, Óskar Sigurðsson.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar