Þeir Ólafur Steinason og Gunnar Björn hafa forystu í Málarabutler Briddsfélags Selfoss þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. En skammt á hæla þeirra koma Kristján Már og Helgi Grétar og ekki þar langt á eftir Björn og Guðmundur.
Nafnarnir Magnús sigldu sigri sínum nær örugglega í höfn núna síðastliðið þriðjudagskvöld og voru fáir sem gerðu sig líklega til þess að standa í vegi fyrir þeim.
Þriggja kvölda butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs er lokið. Óskar Sigurðsson og Þorstein Berg stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við þá feðga Þórð Jörundsson og Jörund Þórðarson sem gáfu verulega eftir síðasta kvöldið.
Feðgarnir Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Butler-keppni Bridgefélags Kópavogs. Besta skori kvöldsins náðu hinsvegar forsetinn fyrrverandi Þorsteinn Berg og makker hans, Óskar Sigurðsson.
Þriggja kvölda Butlertvímenningi lauk með sigri Karls G. Karlssonar og Gunnlaugs Sævarssonar. Svala Pálsdóttir lék eitt kvöld með Gunnlaugi og eru þau þrjú vel að þessu komin.
Málararbutler Briddsfélags Selfoss hófst síðastliðinn fimmtudag með þátttöku 11 para. Þeir Guðmundur og Björn leiða eftir fyrsta kvöldið. Á hæla þeirra koma svo Þröstur og Ríkharður.
Hér fæst staðfest að þriðja spilakvöld félagsins leið hjá núna síðastliðinn þriðjudag. Ekki bárust nein stórtíðindi af þessu kvöldi önnur en þau að meistarar fyrri ára mættu loks og er talið ljóst að áskorun sú sem sett var fram fyrir nokkru hafi eitthvað spilað þar inní.
Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson unnu 26 para tvímenning miðvikudaginn 20. október. Baráttan um efsta sætið var jöfn og hörð og enduðu Hulda og Halldór 1 stigi fyrir ofan Esther Jakobsdóttur og Hjördísi Sigurjónsdóttur.
1. kvöld af 2 í Hraðsveitakeppni félagsins var spilað mánudaginn 18. október. 13 sveitir mættu til leiks og sveitin Nammi leiðir eftir 1. kvöldið með 58 impa í plús.
eir félagar Garðar og Gunnar voru sigurvegarar í Suðurgarðsmóti Briddsfélags Selfoss. Skammt á hæla þeirra komu Guðmundur og Björn. En sigurvegarar kvöldsins voru þeir Kristján Már og Helgi.
Þórður Jörundsson - Bragi Bjarnason og Kristmundur Einarsson - Loftur Pétursson deildu efsta sætinu á fyrsta kvöldinu af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs.
Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen leiða þriggja kvöld butlertvímenning eftir tvö kvöld. Ekki langt undan eru þau Gunnlaugur Sævarsson og Karl G.
Nú réttliðið þriðjudagskvöld var spilað í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga. Leikar fóru fram á 6 borðum og enn fengu nokkur pör "f" í kladdann og fer mönnum að gruna að um einhvern taugatitring sé að ræða hjá núverandi meistara of fleirum sem ekki hafa látið sjá sig.
Ófáir impar hafa skift um hendur í Greifatvímenningi Bridgefélags Akureyrar en nú er lokið tveimur kvöldum af þremur. Baráttan mun greinilega verða hörð um verðlaun í boði Greifans enda er sótt að efstu pörum.
Sveit Guðlaugs Sveinssonar er efst eftir fyrsta kvöld af þremur í Monrad sveitakeppni hjá BR með 61 stig Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR
Hér er staðan eftir fyrsta kvöldið af þremur í Greifatvímenningnum
Síðastliðin þriðjudag, 05.10.10, var fyrsta spilakvöld félagsins haldið með kaffi og forgefnum-spilum. Þó svo að nokkur pör hafi fengið "F" í kladdann var spilað á 6 borðum og ánægjulegt frá því að segja að 2 nýliðar bættust í hópinn sem kemur til með að lækka meðalaldurinn eitthvað.
Þeir félagar Gunnar og Garaðar halda forystu sinni í suðurgarðsmótinu þegar tvö kvöld af þremur eru búin. En það telja tvö bestu kvöldin til úrslita.
Baldur Bjartmarsson og Sigurjón Karlsson stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þriggja kvölda Hausttvímenning hjá Bridgefélagi Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda butlertvímenningur og er nóg að mæta tímanlega fyrir kl.
Í þriggja kvölda butlertvímenningi standa þeir Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson vel eftir fyrsta kvöld. Þeir eru með 278 impa. Á hæla þeirra koma þeir Karl G.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar