Bridgefélag Rangæinga (22)

föstudagur, 29. október 2010

Nafnarnir Magnús sigldu sigri sínum nær örugglega í höfn núna síðastliðið þriðjudagskvöld og voru fáir sem gerðu sig líklega til þess að standa í vegi fyrir þeim.  Þeir náðu 136 stigum eða 61.82% skori.  En það er frábært að geta sagt frá því að nýliðarnir okkar þeir Valtýr og Guðjón voru mjög nálægt því að næla sér í sín fyrstu bronsstig og ljóst að þarna fara um völl meistarar framtíðarinnar!  Glæsilegur árangur á strákunum þar sem þeir náðu að "velta" sér í 6 sætið.  En með þessum frábæra árangri settu þeir marga reynda og góða spilara fyrir aftan sig sem bendir til þess að menn þurfi að setja baggaband í strenginn fyrir komandi vetur ef ekkert annað dugar.  Nánar um úrslit hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar