Brynjar Jónsson og Ingvar Hilmarsson kræktu sér í gjafabréf á veitingastaðinn Þrír frakkar hjá Úlfari. Þeir félagar skoruðu rétt rúmlega 60%. Unnar Atli Guðmundsson og Hafliði Baldursson urðu í 2. sæti og í 3ja sæti voru Gísli Steingrímsson og Sigurður Steingrímsson.
Guðjón Sigurjónsson og Helgi Bogason unnu mótið með miklum yfirburðum. 122 stig. Oddur Hjaltason og Hrólfur Hjaltason voru í öðru sæti með 91 stig.
Fyrsta kvöldið í Suðurgarðsmótinu 2010 var spilað fimmtudagskvöldið 30. september. Til spilamennsku mættu 12 pör, og var spilaður Reduced Howell, 9 umferðir með 3 spilum á milli para, alls 27 spil.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson eru efstir eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópvogs. síðasta kvöldið verður næsta fimmtudag en úrslit kvöldsins og heildarstöðuna má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópaavogs.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar