Fimmtudaginn 7. janúar hefst starfsemi ársins 2010 hjá BK. Byrjað verður á þriggja kvölda Mitchel tvímenningi. Spilamennska hefst að venju klukkan 19:00. Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8, 1.hæð.
Jólamót 02.01 Hið árlega jólamót Rangæinga fór fram síðastliðinn laugardag (02.01). Þátttaka var með ágætum en 23 pör mættu til leiks. Skemmst er frá því að segja að þeir Gunnar Björn Helgason og Ómar Olgeirsson fóru með sigur af hólmi nokkuð örugglega en þeir voru 14 stigum fyrir ofan næstu menn.
Hin árlega Bridgehátíð Vesturlands fer fram á Hótel Borgarnesi helgina 9-10 janúar. Sveitakeppni á laugardeginum, 8 umf. átta spila leikir. Hefst kl.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2010 fer fram dagana 5. - 19. janúar. Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar