Áramótatvímenningur 29.des hjá Muninn!

fimmtudagur, 23. desember 2010

Þann 29. desember n.k. munum við spila eins kvölds tvímenning á suðurnesjum. Það er eini klúbburinn sem mun spila milli jóla og nýárs. Allir velkomnir og það verður heitt á könnunni. Í verðlaun verða flugeldar af ýmsum stærðum og gerðum.

 22. desember var haldið seinna kvöldið í jólatvímenningi og sigruðu þeir Garðar Garðarsson og Gunnlaugur Sævarsson með yfirburðum. Smá hnökrar urðu við upphaf kvölds svo gefa þurfti nokkur spil svo spilagjöfin  er ekki alveg rétt í nokkrum spilum enn flest öll eru rétt. Úrslit og spil sérðu hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar