Opni flokkurinn tapaði gegn Finnlandi í síðustu umferðinni 3,12-16,88 og endar í neðsta sæti. Liðið náði sér aldrei á strik á þessu móti og niðurstaðan vonbrigði.
Opni flokkurinn tapaði illa fyrir Svíum í 9.umferð 0,93-19,07 og eru í neðsta sæti fyrir síðustu umferð. Spilr opni flokkurinn við Finna í síðustu umferðinni og verða að vinna þá sannfærandi til að komast upp úr neðsta sætinu.
Fyrstu andstæðingar dagsins hjá kvennaliðinu er lið Dana. Liðið hefur átt nokkra góða leiki m.a. á móti Íslandi í fyrri umferðinni. Það er margt áhugavert við danska liðið, þær komu eins og mörg önnur lið með 2 pör til leiks.
Ísland tapaði illa fyrir Danmörku í opna flokknum og hafa að litlu að keppa nema heiðri sínum í síðustu tveimur umferðunum á morgun. Í kvenna flokknum tapaði Ísland fyrir unofficial liði Finnlands í leik sem mátti ekki tapast.
Kvennaliðið var rétt í þessu að gera jafntefli við Finna. Er Ísland með 78,85 stig í öðru sæti tæpum 3 stigum á eftir heimsmeisturum Svía sem leiða mótið.
Opni flokkurinn tapaði í 6.umferð illa gegn Norðmönnum. 2,41-17,59. Næsti leikur er gegn Danmörku.
Íslenska kvennalandsliðið var rétt í þessu að vinna heimsmeistara Svía 12,55-7,45. Er liðið í 2.
Ísland var rétt í þessu að vinna stórsigur á Færeyjum 17,17-2,83 í opna flokknum.
Íslenska kvennaliðið fékk 8,24 stig gegn norska liðinu og eru aðeins tveimur stigum frá öðru sæti. Í opna flokknum fengust 5,82 stig. Í seinni umferðina verður raðað eftir stöðu.
Kvennaliðið vann Danmörku í 4.umferð NM 10,31-9,69. Er liðið í öðru sæti aðeins rúmlega 3 stigum á eftir Svíum sem eru í 1.sæti. Ekki gekk eins vel í opna flokknum þar sem liðið tapaði stórt fyrir Danmörku.
Ísland tapaði illa fyrir Færeyjum í 3.umferð 4,44 - 15,56. Íslenska liðið spilar við danska liðið í 4.umferð sem er að vinna Svía stórt.
Ísland var rétt í þessu að vinna ótrúlegan stórsigur á Finnlandi unofficial 90-8 í impum eða 20-0.
Ísland spilar við vini okkar frá Færeyjum í opna flokknum í 3.umferð. Færeyjar gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Danmörku í síðustu umferð. Danir voru taldir sigurstranglegir fyrir mótið en hafa farið frekar illa af stað og fengið 4,26 í báðum leikjum sínum til þessa.
Ísland vann Finnland 15,19-4,18 í opna flokknum og kvennaliðið vann Finnland 10,91-9,09.Auk þess er keppnisstjóri að fara yfir eitt spil þar sem gefnar voru rangar útskýringar sem gæti aukið muninn í kvennaflokk.
Kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á móti heimsmeisturum Svía 7,45-12,55 eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. Opni flokkurinn tapaði fyrir Svíium 4,81-15,19. Næsti leikur er gegn Finnlandi sem vann Færeyjinga í opna flokknum stórt í 1.umferð og í kvennaflokknum vann Finnland nauman sigur gegn Finnlandi b.
Norðurlandamótið í bridge hefst á eftir. Spilar bæði opna landsliðið og kvenna landsliðið fyrst við Svía og svo Finna. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu mótsins.
Ísland hefur leik á norðurlandamótinu á fimmtudag gegn Svíum klukkan 16.00.
Norðurland Eystra vann ótrúlegan yfirburðarsigur á kjördæmamótinu sem lauk í dag. Sveitin vann með meira en 120 stiga mun sem hlýtur að vera nálægt því að vera met.
Norðurland Eystra er með yfirburðastöðu eftir fyrri dag Niceair kjördæmamótsins. Þarf mikið að gerast síðustu 3. umferðirnar til að einhver önnur sveit þjarmi að Norðurlandi Eystra.
Af og til leggja bridgespilarar á sig mikla vinnu við að safna upplýsingum, sem eru bæði sagnfræðilegar og skemmtilegar til lestrar fyrir áhugasama bridgespilara.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar