Leikir dagsins

föstudagur, 27. maí 2022

Ísland spilar við vini okkar frá Færeyjum í opna flokknum í 3.umferð. Færeyjar gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Danmörku í síðustu umferð. Danir voru taldir sigurstranglegir fyrir mótið en hafa farið frekar illa af stað og fengið 4,26 í báðum leikjum sínum til þessa. 

Kvennaliðið spilar við B-lið Finnlands, en það lið kom í stað lið Færeyja í kvennaflokknum að þessu sinni. Er B liðið í efsta sæti eftir tvær umferðir og er greinilega ekkert síðra lið en A lið Finnlands. 

Í seinni umferðinni í dag spilar Ísland við Danmörku. Í opna flokknum hefur Danmörk farið mjög illa af stað og er í neðsta sæti þrátt fyrir að margir hafi spáð þeim sigri fyrir mótið. Í kvennaflokki er Danmörk líka í neðsta sæti en mjög áhugavert er að sjá Amalie Bune og Sophie Bune í liðinu. Tveir spilarar sem hafa verið að spila með ungliðaliðum Danmörku síðustu ár en fá tækifæri og mikilvæga reynslu á NM að þessu sinni. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar