Norðurland Eystra sigraði Niceair kjördæmamótið

sunnudagur, 22. maí 2022

Norðurland Eystra vann ótrúlegan yfirburðarsigur á kjördæmamótinu sem lauk í dag. Sveitin vann með meira en 120 stiga mun sem hlýtur að vera nálægt því að vera met. Til marks um yfirburði Norðurlands Eystra voru allar fjórar sveitirnar á topp 5 yfir stigahæstu sveitirnar. 

 

Mótið var vel heppnað í alla staði og var mikil ánægja með framkvæmd mótsins. Eins var létt stemming meðal spilara.

 

Lokaniðurstaða

  1. Norðurland Eystra með 425,46 stig
  2. Reykjanes með 302,25 stig
  3. Vestfirðir með 271,81 stig
  4. Norðurland Vestra með 269,12 stig
  5. Suðurland með 266,82 stig
  6. Reykjavík með 266,19 stig
  7. Austurland með 248,90 stig
  8. Vesturland með 189,45 stig