ÞAKKLÁT VINNA

föstudagur, 20. maí 2022

Af og til leggja bridgespilarar á sig mikla vinnu við að safna upplýsingum, sem eru bæði sagnfræðilegar og skemmtilegar til lestrar fyrir áhugasama bridgespilara. Ólafur Steinason er einn þeirra. Hann tók sig nýverið til og safnaði saman ítarlegri úttekt á Kjördæmamótinu. Það gerði hann meðal annars vegna þess að Kjördæmamótið verður haldið á Akureyri um næstu helgi (22.-23. maí) á vegum Bridgesambands Norðurlands Eystra (samkvæmt gömlu kjördæmaskipaninni). Þar eru margar skemmtilegar upplýsingar. Þar er meðal annars sagt frá því að:

 

Kjördæmamót

  • 2022- Haldið á Akureyri
  • 2021- Ekki haldið vegna Covid
  • 2020- Ekki haldið vegna Covid
  • 2019- Haldið í Kópavogi, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Ragnar Hermannsson og Jón Baldursson Reykjavík
  • 2018- Haldið á Sauðárkróki, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Árni Bjarnason og Ævar Ármannsson Norðurlandi Eystra
  • 2017- Haldið á Hellu, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistari Guðni Kristjánsson Norðurlandi Vestra
  • 2016- Haldið á Hallormsstað, kjördæmameistarar: Reykjanes, butlermeistarar Kjartan Jóhannsson og Helgi Hermannsson Suðurlandi
  • 2015- Haldið í Stykkishólmi, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Sigurjón Karlsson og Gunnar L. Þórðarson Suðurlandi
  • 2014- Haldið í Færeyjum, kjördæmameistarar: Reykjanes, butlermeistarar Ísak Örn Sigurðsson og Gunnlaugur Karlsson Reykjavík
  • 2013- Haldið á Akureyri, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson Reykjanesi
  • 2012- Haldið í Hafnarfirði, kjördæmameistarar: Suðurland, butlermeistari Ragnar S. Magnússon Reykjavík
  • 2011- Haldið á Siglufirði, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistari Ingvar P. Jóhannesson Norðurlandi Eystra
  • 2010- Haldið á Flúðum, kjördæmameistarar: Suðurland, butlermeistari Runólfur Þ. Jónsson Suðurlandi
  • 2009- Haldið á Eskifirði, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistari Guðlaugur Sveinsson Reykjavík
  • 2008- Haldið í Stykkishólmi, kjördæmameistarar: Vesturland, butlermeistari Stefán Sveinbjörnsson Norðurlandi Eystra
  • 2007- Haldið á Ísafirði, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson Norðurlandi Vestra
  • 2006- Haldið á Akureyri, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Guðjón Sigurjónsson og Ísak Örn Sigurðsson Reykjavík
  • 2005 - Haldið í Kópavogi, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistari Sigtryggur Sigurðsson Reykjavík
  • 2004 - Haldið á Sauðárkróki, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistari Birkir Jón Jónsson Norðurlandi Vestra
  • 2003 - Haldið á Selfossi, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Frímann Stefánsson og Guðmundur Halldórsson Norðurlandi Eystra
  • 2002 - Haldið á Egilsstöðum, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Bjarni Sveinsson og Magnús Ásgrímsson Austurlandi
  • 2001 - Haldið á Hvanneyri, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Ásgrímur Sigurbjörnsson og Jón Örn Berndsen Norðurlandi Vestra
  • 2000- Haldið á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Sveinn R. Þorvaldsson og Steingrímur Gautur Pétursson Reykjavík
  • 1999 - Haldið á Akureyri, kjördæmameistarar: Reykjavík, butlermeistarar Guðón Ingvi Stefánsson og Jón Ágúst Guðmundsson Vesturlandi
  • 1998 - Haldið í Keflavík, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Kristján Þorsteinsson og Jóhann Magnússon Norðurlandi Eystra
  • 1997 - Haldið á Siglufirði, kjördæmameistarar: Norðurland Eystra, butlermeistarar Skúli Skúlason og Jónas Róbertsson Norðurlandi Eystra
  • 1996- Haldið á Selfossi, kjördæmameistarar: Reykjanes, butlermeistarar Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson Reykjanesi
  • 1995- Haldið á Egilsstöðum, kjördæmameistarar: Suðurland
  • 1994 - Haldið á Akranesi, kjördæmameistarar: Reykjavík

Fjöldi titla:

  • Reykjavík11 titlar
  • NorðurlandEystra 8 titlar
  • Suðurland3 titlar
  • Reykjanes3 titlar
  • Vesturland1 titill
  • AusturlandVestfirðir,Norðurland Vestra og Færeyjar hafa aldrei unnið þetta mót

 

Ólaf Steinason þekkja margir. Hann á margar þakkir skildar fyrir þessa miklu vinnu sem hann lagði á sig. Ólafur er Sunnlendingur, bjó til margra ára á Selfossi og var mjög virkur spilari þar, en býr nú í Kópavogi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar