Upplýsngar hér í þessum link (252) Invitation to World Bridge Series - Wrocław 2022 - YouTube
Norrænt bridge samstarf hefur reynst Íslandi mjög vel. Í tengslum við NM í bridge voru haldnir fundir um ýmis mál. Einn fundurinn var fundur allra norrænu sambandanna.
Kvennaliðið tapaði stórt fyrir Noregi í síðustu umferð, var liðið í góðri stöðu fyrir loka daginn en endaði á slæmum leikjum gegn Danmörku og Noregi sem voru í tveimur neðstu sætunum.
Opni flokkurinn tapaði gegn Finnlandi í síðustu umferðinni 3,12-16,88 og endar í neðsta sæti. Liðið náði sér aldrei á strik á þessu móti og niðurstaðan vonbrigði.
Opni flokkurinn tapaði illa fyrir Svíum í 9.umferð 0,93-19,07 og eru í neðsta sæti fyrir síðustu umferð. Spilr opni flokkurinn við Finna í síðustu umferðinni og verða að vinna þá sannfærandi til að komast upp úr neðsta sætinu.
Fyrstu andstæðingar dagsins hjá kvennaliðinu er lið Dana. Liðið hefur átt nokkra góða leiki m.a. á móti Íslandi í fyrri umferðinni. Það er margt áhugavert við danska liðið, þær komu eins og mörg önnur lið með 2 pör til leiks.
Ísland tapaði illa fyrir Danmörku í opna flokknum og hafa að litlu að keppa nema heiðri sínum í síðustu tveimur umferðunum á morgun. Í kvenna flokknum tapaði Ísland fyrir unofficial liði Finnlands í leik sem mátti ekki tapast.
Kvennaliðið var rétt í þessu að gera jafntefli við Finna. Er Ísland með 78,85 stig í öðru sæti tæpum 3 stigum á eftir heimsmeisturum Svía sem leiða mótið.
Opni flokkurinn tapaði í 6.umferð illa gegn Norðmönnum. 2,41-17,59. Næsti leikur er gegn Danmörku.
Íslenska kvennalandsliðið var rétt í þessu að vinna heimsmeistara Svía 12,55-7,45. Er liðið í 2.
Ísland var rétt í þessu að vinna stórsigur á Færeyjum 17,17-2,83 í opna flokknum.
Íslenska kvennaliðið fékk 8,24 stig gegn norska liðinu og eru aðeins tveimur stigum frá öðru sæti. Í opna flokknum fengust 5,82 stig. Í seinni umferðina verður raðað eftir stöðu.
Kvennaliðið vann Danmörku í 4.umferð NM 10,31-9,69. Er liðið í öðru sæti aðeins rúmlega 3 stigum á eftir Svíum sem eru í 1.sæti. Ekki gekk eins vel í opna flokknum þar sem liðið tapaði stórt fyrir Danmörku.
Ísland tapaði illa fyrir Færeyjum í 3.umferð 4,44 - 15,56. Íslenska liðið spilar við danska liðið í 4.umferð sem er að vinna Svía stórt.
Ísland var rétt í þessu að vinna ótrúlegan stórsigur á Finnlandi unofficial 90-8 í impum eða 20-0.
Ísland spilar við vini okkar frá Færeyjum í opna flokknum í 3.umferð. Færeyjar gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Danmörku í síðustu umferð. Danir voru taldir sigurstranglegir fyrir mótið en hafa farið frekar illa af stað og fengið 4,26 í báðum leikjum sínum til þessa.
Ísland vann Finnland 15,19-4,18 í opna flokknum og kvennaliðið vann Finnland 10,91-9,09.Auk þess er keppnisstjóri að fara yfir eitt spil þar sem gefnar voru rangar útskýringar sem gæti aukið muninn í kvennaflokk.
Kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á móti heimsmeisturum Svía 7,45-12,55 eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. Opni flokkurinn tapaði fyrir Svíium 4,81-15,19. Næsti leikur er gegn Finnlandi sem vann Færeyjinga í opna flokknum stórt í 1.umferð og í kvennaflokknum vann Finnland nauman sigur gegn Finnlandi b.
Norðurlandamótið í bridge hefst á eftir. Spilar bæði opna landsliðið og kvenna landsliðið fyrst við Svía og svo Finna. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu mótsins.
Ísland hefur leik á norðurlandamótinu á fimmtudag gegn Svíum klukkan 16.00.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar