Norrænt bridge samstarf

mánudagur, 30. maí 2022

Norrænt bridge samstarf hefur reynst Íslandi mjög vel. Í tengslum við NM í bridge voru haldnir fundir um ýmis mál. Einn fundurinn var fundur allra norrænu sambandanna. Voruð viðraðar margar góðar hugmyndir og var góður samhljómur.

 

Hugmynd er uppi um að búa til norræna seríu, myndi samanlagður árangur á öllum mótunum ráða því hver sigrar og er rætt um að hafa bridgehátíð sem hluta af þessari seríu.

 

Mikil óánægja kom fram að EM væri haldið á Madeira, er kostnaðurinn gríðarlegur fyrir samböndin og t.d. ákvað Finnland að senda ekki lið til keppni. En kostnaður Íslands af því að senda lið í kvenna flokki og opnum flokki er hátt í 4 milljónir. Kom fram að norrænu samböndin hafa svipaða sýn á bridge og eru miklar áhyggjur af svindli og óheiðarleika hjá ákveðnum spilurum. Slíkt virðist hins vegar vera nánast óþekkt á norðurlöndunum. Þetta mun verða rætt á ársfundi evrópska bridgesambandsins sem verður haldinn á Madeira í tengslum við EM.

 

Fjárhagslega hafa samböndin komið mjög misjafnlega út úr Covid. Ísland hefur komið mjög illa út eins og tæplega 8 milljóna tap í fyrra ber með sér. Mörg önnur sambönd báru sig mjög illa. Danska sambandið kom hinsvegar vel út úr Covid. þar sem kostnaður vegna landsliðs var nánast enginn. Það vakti samt athygli á fundinum að Ísland er nánast eina þjóðin sem fékk ekki ríkisaðstoð vegna Covid 2020 og 2021.

 

Norðurlandamótið verður haldið í lok maí byrjun júní framvegis. Næsta mót verður í Örebro í Svíþjóð á næsta ári og svo á Íslandi 2025 en þá er búið að stemma af að EM og NM verði ekki á sama ári.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar