Jólamót Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í gærkvöldi á netsíðunni RealBridge. 38 pör spiluðu og herma heimildir að hvert og eitt þeirra hafi haft bæði gagn og gaman af.
Spilakvöld BR á þriðjudagskvöldum hafa gengið ágætlega og aðeins eitt spilakvöld fallið niður. 21 spilari hefur mætt 9 sinnum eða oftar fram að jólum og fara í pottinn fyrir Færeyjamótið þar sem einhver fingralangur mun draga út þá heppnu.
Jólamót BR, vegleg verðlaun eins og alltaf, áætlað að um 80% af þátttökugjaldi fari í verðlaun. 56 pör komast fyrir, vissara að skrá sig tímanlega!
Væntanlega þarf hraðpróf, tilkynnum nánar þegar reglur á þessum tíma verða ljósar!
Skráning hér
Eftir tvö kvöld afþremur er sveit Grant Thornton efst en Bridgefélag Breiðholts og Betri Frakkar koma þar á eftir. Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Þriðjudaginn 14 desemberverður svohinn margrómaði JÓLATVÍMENNINGUR BR þar sem allir mæta í jólaskapinu góða.
Spila átti þriðja og síðasta kvöldið í tvímenningi BR næsta þriðjudag, en þar sem 4-5 pör hafa dregið sig út (út af COV#""#&#%%$#-veseninu) þá er ekki hægt annað en að taka pásu frekar en reyna að krafsa í 4-5 borða tvímenning, þátttakan var dræm fyrir, eða aðeins 14 pör! Tökum stöðuna að viku liðinni en þá stendur til að byrja þriggja kvölda hraðsveitakeppni með að hámarki 12 sveitum!
Eftir tvö kvöld af fjórum er Gauksi efstur í haustsveitakeppni BR broti úr stigi fyrir ofan sveit SFG.
Fjögurra kvölda sveitakeppni hefst annað kvöld, þriðjudaginn 05. október kl. 19:00. Opið fyrir skráningu til 18:45 á fyrsta spiladegi. Vinsamlegast drífa sig að skrá sveitir, Þórði s.
Nítján pör mættu á fyrsta kvöldi vetrarins hjá Bridgefélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Spilaður var Butler-tvímenningur og skoruðu Magnús Eiður Magnússon og Stefán Stefansson hæst, +49 impa.
BR byrjar 14. september, með 3ja kvölda bötlertvímenningi Keyrum bridgetímabilið hjá BR í gang 14. september, eftir laaaaaaangt Covid-hlé, með 3ja kvölda bötlertvímenningi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar