Góð mæting á opnunarkvöldi BR

fimmtudagur, 16. september 2021

Nítján pör mættu á fyrsta kvöldi vetrarins hjá Bridgefélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Spilaður var Butler-tvímenningur og skoruðu Magnús Eiður Magnússon og Stefán Stefansson hæst, +49 impa.

Keppnin er sett upp sem 3 stök kvöld og geta ný pör bæst við næst. Þó verður að mæta öll kvöldin til að hljóta verðlaun. (Ef einhver verða þ.e.a.s.)

Mótasíðan

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson