Tvímenningi hjá BR 16. nóvember frestað

sunnudagur, 14. nóvember 2021
Spila átti þriðja og síðasta kvöldið í tvímenningi BR næsta þriðjudag, en þar sem 4-5 pör hafa dregið sig út (út af COV#""#&#%%$#-veseninu) þá er ekki hægt annað en að taka pásu frekar en reyna að krafsa í 4-5 borða tvímenning, þátttakan var dræm fyrir, eða aðeins 14 pör!
Tökum stöðuna að viku liðinni en þá stendur til að byrja þriggja kvölda hraðsveitakeppni með að hámarki 12 sveitum!