Fjórða og síðasta kvöldið í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Eftir harða keppni og sviftingar stóðu Aðrir Vopnabræður uppi sem sigurvegarar með 22 stigum meira en Bingi og feðgarnir.
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 3ju umferð í Samverkstvímenningnum. Til leiks mættu 13 pör. "Best að spyrja um ása" hugsaði Tottenhamtröllið og meldaði 4 lauf við sterkri opnun formannsins á 2 hjörtum í spili 26. Ég á nokkra svaraði formaðurinn og tröllið taldi á fingrunum.
Fyrsta kvöldið af fimm í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Spilaðir eru þrír 10 spila leikir á kvöldi og er sveit Hótels Hamars efst með 50 stig af 60 mögulegum.
Laugardaginn 24.mars verður haldið HSK mót í sveitakeppni, spilað verður á Flúðum og er reiknað með að spilamennska hefjist kl 10:00 og mun mótinu ljúka í kringum kvöldmat.
Á fimmtudag hófst þriggjakvölda tvímenningur með þátttöku 10 para. Eftstir eftir fyrsta kvöldið eru Höskuldur og Guðmundur, skammt á hæla þeirra koma þeir Billi og Helgi.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst næsta þriðjudag, 20 mars, kl. 19:00 Skráning hjá Sennu s. 864-2112 og Ómari s. 869-1275 Einnig á Facebook og Messenger Spilað er dagana 20. mars - 27. mars - 03. apríl - 10. apríl - 01. maí - 08.
Þriðja kvöldið af fjórum í hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Aðrir Vopnabræður eru með 30 stiga forystu fyrir síðasta kvöldið, en hástökkvarar vikunnar voru sveit SFG sem skoraði 84 stig í plus.
Sl. þriðjudag létum við Rangæingar það eftir okkur að spila 2. umferð í Samverkstvímenningnum. Ekki voru notuð forgefin spil þetta kvöldið enda gjaldkerinn fjarverandi og hafði lagt strangt útgjaldabann á okkur hina meðan hann væri í burtu.
Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk nú í kvöld með sigri Þorláks Jónssonar og Hauks Ingasonar. Þeir verða fulltrúar Íslands í senior-flokki á Evrópumótinu í sumar og slóu við tveimur A-landsliðspörum í þessari keppni.
Sigurjón Harðarson og Sverrir Þórisson unnu fyrsta Páskamót BH með 59.5%. Það var sama % skor og Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Karlsson en 0.2 stigum minna.
Það var rafmögnuð spenna í síðustu umferð aðalsveitakeppninnar, þegar upp var staðið voru þrjár sveitir jafnar með 83 stig. En það var sveit Höskulds sem stóð uppi sem sigurvegari á innbyrgðis viðureignum.
Annað kvöldið af fjórum í hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Aðrir Vopnabræður héldu forystunni en Bingi og feðgarnir minnkuðu þó bilið niður í 20 stig.
Bf. Hólmavíkur stendur fyrir silfurstigamóti á Borðeyri laugardaginn 17.mars n.k. Spilað verður í skólanum á Borðeyri og verður byrjað að spila kl.
Þá er hafin hjá okkur Rangæingum 5 kvölda tvímenningur, Samverkstvímenningurinn. Okkar elskaði formaður er enn að sóla sig á Tenerife en þar heldur hann upp á sigur sinn og sinna manna í sveitakeppninni, sem er nýlokið.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Haukur Ingason og Þorlákur Jónsson en Stefán Stefansson og Rúnar Einarsson voru með næst besta skorið og tilltu sét jafnframt á toppinn í heildina.
Vopnabræður unnu 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +102 impa. Sveit Drafnar varð í 2. sæti með +79 impa og í 3ja sæti varð Sérsveitin með +65 impa.
Aðalsveitakeppninn heldur áfram, ennþá er allt í hnút og stefnir í æsispennandi lokaumferð.
Fyrsta kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Aðrir Vopnabræður komu ofan úr Reykjavíkurhreppi og sýndu Kópavogsbúum í tvo heimana og eru með 58 stiga forystu í efsta sætinu.
Það var létt yfir Rangæskum spilurum sl. þriðjudag, enda ölkvöld þar sem veitt er blautleg verðlaun fyrir alla flokka. 13 pör mættu til leiks og léku 28 spila Barómeter.
Annað kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Kristján Snorrason og Ólafur Sigmarsson töpuðu efsta sætinu um tíma en náðu því aftur í síðustu setunni.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar