Reykjanesmótið í sveitakeppni var haldið í Hafnarfirði um helgina. Eftir harða keppni stóð sveit Vestra uppi sem sigurvegari í undankeppni Íslandsmótsins en Bingi og feðgarnir eru hinsvegar Reykjanesmeistarar þar sem þeir urðu efsta sveitin sem er skipuð meirihluta spilara í félögum á svæðinu.
Þegar þremur umferðum af fimm er lokið í aðalsveitakeppninn, hafa menn Billa tekið forystuna, þó er naumt á milli sveita og úrslitin hvergi nærri ráðin.
Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld. Eftir æsispennandi keppni stóðu Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson uppi sem sigurvegarar með aðeins 0,9 stigum meira en þeir Jón Þorvarðarson og Þórir Sigursteinsson.
Sl. þriðjudag lauk sveitakeppni okkar Rangæinga. Saxófónbræður luku leik með sóma og sann, þó formaðurinn skipti sér út úr byrjunarliðinu og stillti upp litlum þverflautuleikara frá Selfossi sem djúpum miðjumanni í síðasta leik.
Reykjanesmót í sveitakeppni verður haldið helgina 24-25 febrúar að Flatahrauni 3 Hafnarfirði Byrjað verður að spila kl.10 á laugardagsmorgun síðan ræðst dagskrá eftir fjölda sveita Reykjanes á rétt á 4 sveitum inn á íslandsmót Sama gamla góða verðið 24.
Guðbrandur og Friðþjófur og Indriði og Pálmi skoruðu mest í Hafnarfirði í kvöld, reyndar jafnmikið upp á punkt og prik en þeir fyrrnefndu unnu innbyrðis viðureign.
Ólafur Sigmarsson og Kristján B. Snorrason voru í miklu stuði á fyrsta kvöldi af fjórum í aðaltvímenningi BR.
Aðalsveita keppnin er æsi spennandi, aðeins munar 6 stigum á efsta og neðsta sæti. Svo það stefnir í hörku keppni allt til enda.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson náðu besta skori kvöldsins og eru efstir samanlagt fyrir síðasta kvöldið.
Nú líður að lokum sveitakeppninnar og lékum við Rangæingar 6. umferð af 7 sl. þriðjudag. "Það stöðvar okkur ekkert" sagði yfirsaxófónninn kátur eftir að hafa tekið Mikka ref til altaris á þriðjudaginn.
Fjórða og síðasta kvöldið í patton-sveitakeppni BR var spilað í kvöld. Engri sveit tókst að ógna Hótel Hamarsmönnum sem sigruðu að lokum með 45 stiga mun.
Aðalsveitakeppni félagsins hófst síðastliðinn fimmtudag. Alls taka þátt 6 sveitir og sá formaðurinn um að para pörin saman. Virðist það hafa tekist nokkuð vel þar sem allir leikir í fyrstu umferð voru nokkuð jafnir.
Eftir ábendingu um að ein geimtala í spili 16 væri skráð í ranga átt og lagfæringu á því, hefur komið í ljós að Skúli Sigurðsson og Ómar Óskarsson eru í raun efstir samanlagt.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 9.-11. febrúar í Síðumúla 37. Nákvæm tímatafla háð fjölda sveita en í það minnsta byrjað kl.
Sl. þriðjudag settumst við Rangæingar að spilum að vanda, lékum 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins. Saxófónmenn eru hreinlega óstöðvandi.
Þriðja kvöldið af fjórum í Patton-sveitakeppni var spilað í kvöld. Sveitir JE Skjanna og Hótels Hamars héldu sínu striki og eru með algera yfirburði yfir aðrar sveitir.
Janúarbutlernum lauk síðastliðnn fimmtudag með öruggum sigri Kristjáns og Þrastar. Næst mót félagsins er aðalsveitakeppninn, þar sem pörum verður raðað í sveitir af formanni félagsins.
Fyrsta kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgerfélags Kópavogs var spilað í kvöld. Spilað var á 13 borðum og náðu Þórarinn Ólafsson og Sigurður Páll Steindórsson besta skorinu með 61% skori.
Nú höfum við Rangæingar lokið við 4 umferðir af 7 í sveitakeppni félagsins og keppnin því rúmlega hálfnuð. Toppsveitirnar áttust við í gærkvöldi.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 01. febrúar kl. 19:00 Berst væri að sem allra flestir myndu skrá sig fyrirfram en þó verður opið fyrir skráningu til kl.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar