Nú þeger aðeins er eftir að spila þrettándu og síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru Bingi og feðgarnir búnir að tryggja sér sigurinn.
Annað kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni BR var spilað í gærkvöldi og er aðeins eins stigs munur á tveimur efstu sveitum. Allt um það á HEIMASÍÐUNNI ATH.
Þá er lokið fyrsta kvöldinu af 3 í aðaltvímenningi BH efstur er formaðurinn og endurvakinn draugur Haukur Arnar Árnason með 62,2% skor þar á eftir er Jón Ingi Björnsson og Einar Sigurdsson með 60,3% aðrir með eitthvað minna Sjá úrslit
Aðaltvímenningur félagsins hófst síðastliðið fimmtudagskvöld með þátttöku 11 para. Tóku þeir Brynjólfur og Helgi forystuna eftir fyrsta kvöldið af þremur.
Staða og öll spil
Eftir 10 umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru Bingi og feðgarnir komnir með ríflega 28 stiga forystu og verður væntanlega afar erfitt fyrir næstu sveitir að brúa það bil í aðeins þremur umferðum.
Miinngarmót Þorsteins Péturssonar Laugardaginn 25.nóvember 2017 skráning á bridge@bridge.
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman til að leika aðra umferð í 5 kvölda Butler. Lékum 33 spil með þátttöku 12 para. Formaðurinn kom til leiks með látum.
Sveit Grant Thornton er efst ertir fyrsta kvöld af fjórum í Hraðsveitakeppni BR sem spilað var í kvöld.
Næsta keppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni sem hefst þriðjudaginn 21. nóvember. Best væri ef sem flestar sveitir gætu skráð sig fyrirfram en skráningu verður lokað kl.
Þriggja kvölda butlertvímenningi lauk síðastliðinn fimmtudag þar sem Höskuldur og Guðmundur sigruðu hársbreidd á undan þeim Birni og Pálma. Næsta mót félagsins er aðaltvímnenningur, hvetjum við menn til að mæta.
Eftir átta umferðir af þrettán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru Bingi og feðgarnir enn efstir og styrktu stöðu sína verulega í kvöld. Þeir eru nú með 21 stig í forystu og eru með 15,9 stig að meðaltali úr hverjum leik.
Í kvöld mættu 32 pör í Miðvikudagsklúbbnum í kvöld og enduðu tvö pör efst og jöfn en Halldór Guðjónsson og Björn Friðþjófsson úrskurðast sigurvegarar á innbyrðisviðureign.
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman að Heimalandi og lékum fyrsta kvöld í 5 kvölda Butler. Heldur færri mættu til leiks en kvöldið áður.
Þriðja og síðasta kvöldið í Monradtvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld Eftir harða baráttu í síðustu umferð á milli Guðmundar Skúlasonar og Sveins Stefánssonar á móti Páli Bergssyni og Jóni Guðmari Jónssyni urðu þeir fyrrnefndu að lokum sigurvegarar með 113,8% samanlagt úr tveimur kvöldum.
50 ára afmælismót Bridgefélags Hrunamanna var haldið í Félagsheimilinu að flúðum í dag. Sigurvegarar urðu Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 60,6% skor.
Butler tvímenningur félgasins hélt áfram og var sótt að Höskuldi stórbónda og aðstoðarmanni hans. Stóðust þeir öll áhlaup þó að næstu menn hafi saxað heldur á forskotið.
Þrátt fyrir að tefla fram þremur varamönnum í kvöld héldu Bingi og feðgarnir forystusætinu í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs og eru með rétt rúm 10 stigum meira en sveit SFG.
Blíðviðrisdaginn 26. október 1967 kom saman galvaskur hópur bridgeáhugamanna og stofnuðu Bridgefélag Hrunamanna sem enn starfar í miklum blóma.
Sl. þriðjudagur, 7/11 2017, var sérstakur hátíðisdagur hjá okkur bridgespilurum í Rangárþingi, því þennan dag fyrir 100 árum hófst rússneska byltingin Þess var minnst víða um heim í gær, nema þá helst í Rússlandi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar