50 ára afmælismót Bridgefélags Hrunamanna 11. nóvember

fimmtudagur, 9. nóvember 2017

 Blíðviðrisdaginn 26. október 1967 kom saman galvaskur hópur bridgeáhugamanna og stofnuðu Bridgefélag Hrunamanna sem enn starfar í miklum blóma. Eins og talnaglöggir lesendur sjá þá er þetta ágæta félag að verða 50 ára og af því tilefni verður haldið veglegt afmælismót laugardaginn 11. nóvember n.k.

Spilastaður er Félagsheimilið að Flúðum ÞÁTTTÖKUGJALD ER 1.500,- Á MANN

Mótið hefst kl. 11:00 og verða spilaðar 11 umferðir með fjórum spilum eða 44 spil alls með góðu kaffihléi og vænum veitingum.

Skráning hjá Þórði s. 862-1794 og skilaboð á Facebook.  

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar