Spilaður er næstu fjögur kvöld butler tvímenningur.
Um árabil höfum við Rangæingar att kappi við Hrunamenn einu sinni á ári. Framan af skiptust liðin á að fagna sigri en frá árinu 2008 hafa Hrunamenn mátt lúta í gras og bikarinn átt sinn fasta samastað á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga.
Minningarmót Halldórs Einarssonar var spilað föstudagskvöldið 27 nóv. Kjartan Ásmundsson og Páll Þórsson skutust upp í efsta sætið í lokaumferðinni í viðureign við Aðalstein og Birki.
2 kvöldum af þremur er lokið í aðaltvímenning félagsins. Garðar og Pétur urður hlutskarpastir í kvöld.
Í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hefur sveit Péturs Gíslasonar rétt rúmlega 20 stiga forystu þega aðeins ein umferð er eftir og er því búin að vinna keppnina.
Föstudaginn 27. nóvember ætlar Bridgefélag Hafnarfjarðar að heiðra minningu Halldórs Einarssonar með léttum og skemmtilegum tvímenning og mögulega sveitakeppni að loknum tvímenning ef næg þátttaka næst.
Búið er að spila 1 kvöld af þremur í aðaltvímenningi félagsins. Reiknimeistarinn lenti í smá hremmingum en telur að rétt niðurstaða sé kominn. Það er hægt að koma fyrir fleiri pörum í salnum og hvetjum við fleiri til að mæta.
Sveit Péturs Gíslasonar jók enn frekar við forskotið í Aðalsveitakeppni Bridgefélag Kópavogs. Öll úrslit.
Sl. þriðjudagskvöld komum við Rangæingar enn saman á heimavelli okkar að Heimalandi. Leikin var 1. umferð í 5 kvölda BUTLER tvímenning félagsins.
Minnum á aðaltvímenning félagsins sem hefst fimmtudaginn 19.
Fjögurra kvölda aðaltvímenningur BR og Argentínu Steikhúss hefst næsta þriðjudag, 17. nóvember.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst á mánudaginn 16.11.2015 Allir eru velkomnir. Hafið samband í síma 823-5996 ef ykkur vantar par með ykkur í sveit.
Eftir frábæran plokkfisk í Skallanum á Selfossi hélt sá er þetta skrifar að Flúðum og renndi þar í gegn Suðurlandsmótinu í tvímenning. Fjórtán pör mættu til leiks og spiluðu frá kl.
Sveit Péturs Gíslasonar tók efsta sætið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs í kvöld. Öll úrslit má sjá hér.
Kristján Már og makkerar urðu hlutskarpastir í þriggja kvölda butlertvímenningi. Næsta mót félagsins er aðaltvímenningurinn, sem er þriggjakvölda.
Deildasveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og Þriggja Frakka lauk í gærkvöldi. Sveit JE Skjanna varð hlutskörpust með 301 stig. Öll úrslit hér.
Hermann Friðriksson og Halldór Úlfar Halldórsson sigruðu í Madeira bötlertvímenningi, en í 2.sæti voru Friðþjófur Einarsson og Bergur Reynisson. Besta skor kvöldsins náðu Guðmundur Aldan Grétarsson og Árni Már Björnsson, sjá nánar hér: Madeira tvímenningur 2.
Bridgeið er farið á fullt á Suðurnesjum og tókum við nokkur kvöld með eins kvölds tvímenning. Núna er í gangi þriggja kvölda tvímenningur sem eru stök kvöld svo allir eru velkomnir að spila hjá okkur næsta miðvikudag.
Þriðja og fjórða umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í kvöld. Öll úrslit.
Kristján Már og hans makkerar eru í forystu þegar 2 kvöldum af þremur er lokið í butlertvímenningi. Næstir á eftir þeim eru Símon Ingi og Ólafur.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar