Minningarmót Halldórs Einarssonar Raunstaða

fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Föstudaginn 27. nóvember ætlar Bridgefélag Hafnarfjarðar að heiðra minningu Halldórs Einarssonar með léttum og skemmtilegum tvímenning og mögulega sveitakeppni að loknum tvímenning ef næg þátttaka næst.  Mótið hefst kl 18:00 og spilað verður að Flatahrauni 3.  Þátttökugjald er 2000 kr á mann og mun 60% af þátttökugjöldum renna í verðlaunafé fyrir tvímenninginn, ásamt nokkrum aukaverðlaunum.  Boðið verður uppá pizzu í hléi.  Til sölu verða góðar veigar á vægu verði. 

Heimasíða mótsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar