Örvar og Ómar sigruðu minningamót BR með miklu yfirburðum. 5% meira en næsta par.
SKRÁNINGARLISTI - stutt í að mótið fyllist...
Í dag var keppt um væna flugelda á Akureyri í mjög jöfnu og skemmtilegu móti. Það voru tvö pör jöfn og efst en Pétur Guðjónsson og Sigurbjörn Haraldsson unnu eftir að hafa haft þá Gylfa Pálsson og Helga Steinsson í innbyrðis viðureign.
Laugardaginn 28. desember komu Rangæingar saman í golfskálanum á Strönd til að spila sitt árlega jólamót. 14 pör mættu til leiks þ.á.m.
Eftir harða keppni, þá sigruður Hrannar Erlingsson og Runólfur Jónsson jólamót BR 2013.
Rétt að minna á að jólamót félagsins hefst kl. 11,00, laugardaginn 28. desember. Spilað er í golfskálanum á Strönd og spilastaður með fegurra útsýni finnst tæpast á Íslandi.
Jólamót Bridgefélgs Hafnarfjarðar Verður haldið að Flatahrauni 3a, Hafnarfirði, þann 28.12.2013 og hefst klukkan 13:00 . Keppnisgjald er 8.000 fyrir parið.
Keppnisstjóri biðst afsökunar á að hafa gleymt að færa inn uppbótarstig fyrir Aðalsveitakeppnina en þau eru nú komin rétt á heimasíðuna. Eiður Mar Júlíusson vann sér inn flest bronsstig hjá Bridgefélagi Kópavogs á nýlokinni haustvertið eða 230 stig alls.
Kristján Már varð hlutskarpastur í jólaeinmenningi félagsins þetta árið og hlaut að launum sérstaklega girnilegt hangilæri frá Krás. Næstur á eftir honum kom Brynjólfur Gestsson.
HSK mót í bridds 2014 HSK mótið í tvímenningi verður haldið í Selinu á Selfossi fimmtudaginn 2. janúar nk. kl. 18:00. Spilaðar verða 11 umferðir með 4 spilum á milli para, Monrad röðun, alls 44 spil.
Jolatvímenningur Bridgefélags Kópavogs fór fram í kvöld og var spilað á 10 borðum. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson sigruðu nokkuð örugglega með 62,5% skori og Birgir Örn Steingrímsson og Þórður Björnsson urðu aðrir með 59,7%.
Sl. þriðjudag var spilaður Landsbankabarómeter. 13 pör mættu til leiks. Veitt voru notadrjúg verðlaun, til margra hluta nytsamleg, og dreift um stigatöfluna eftir ýmsum reglum, mest þó á efri endann.
Síðasta þriðjudag fyrir jól var að venju keppt um hið magnaða KEA hangikjöt frá Norðlenska og magál einnig. Eftir jafnt og skemmtilegt mót urðu Reynir og Frímann hlutskarpastir: Lokastaðan Minnt er á Íslandsbankamótið með flugeldaverðlaunum laugardaginn 28.desember á Hótel KEA.
Öll úrslit og spil er að finna á úrslitasíðu föstudagskvölda BR
Tveggjakvölda jólaeinmenningur hófst s.l. fimmtudag með þátttöku 20 spilara. Menn mæta í jólaskapi og gefa gjafir og þiggja gjafir, þó ekki hafi verið jafnvægi í því hjá öllum.
Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur sigraði í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs sem lauk í gærkvöldi. Þau fengu 11,64 stigum meira en sveit Guðlaugs Bessasonar í 13 umferðum sem gerir 0,89 stigum meira í hverri umferð.
Sl. þriðjudagskvöld var fimmta og síðasta umferðin í 5 kvölda Butler félagsins leikin. Ellarnir, ungir menn á uppleið, eru að komast á gríðarlegt skrið.
Þá er lokið Akureyrarmótinu í tvímenning 2013 en lokakvöldið voru 3 pör í 1.sæti meðan á því stóð. Að lokum urðu það Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason sem hömpuðu titlinum.
Gústi vert hélt skemmtilegt jólamót með veglegum vinningum föstudaginn 6.desember. Því lauk með sigri Frímanns Stefánssonar og Reynir Helgasonar.
Bland.com skaust á toppinn með 81,20 stig eftir 6 umferðir af 11 í Aðalsveitakeppni BH. Sveit Gabríel Gíslasonar er í 2. sæti með 78,58 stig og í 3ja sæti er Miðvikudagsklúbburinn með 75,36 stig.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar