Briddsfélag Selfoss

föstudagur, 20. desember 2013

Kristján Már varð hlutskarpastur  í jólaeinmenningi félagsins þetta árið og hlaut að launum sérstaklega girnilegt hangilæri frá Krás. Næstur á eftir honum kom Brynjólfur Gestsson. Að móti loknu deildi formaðurinn út spilastokkum og bað menn um að vera duglega að æfa sig um jólin. Briddsfélag Selfoss er nú komið í jólafrí og hefst starfið aftur fimmtudaginn 2.janúar með HSK mót. Athygli er vakin á því að þá hefst spilamennska kl 18:00.

Stjórn félagsins óskar félögum gleðilegra jóla og farsældar á nýju spila ári.

Spil og staða í jólaeinmenningi

Skráning í HSK mót 2. janúar

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar