Benni og Ingvaldur unnu Jólatvímenning BK

fimmtudagur, 19. desember 2013

Jolatvímenningur Bridgefélags Kópavogs fór fram í kvöld og var spilað á 10 borðum. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson sigruðu nokkuð örugglega með 62,5% skori og Birgir Örn Steingrímsson og Þórður Björnsson urðu aðrir með 59,7%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Spilamennska hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 02. janúar með þriggja kvölda Monrad-tvímenningi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar