Þegar aðeins er eftir að spila þrettándu og síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru tvær sveitir sem enn geta borið sigur úr bítum.
Ekki náði neinn að ógna þeim Kristjáni Má og Gísla á toppnum, og enduðu þeir kappar sem öruggir sigurvegarar Sigfúsartvímenningsins. Öllu meiri keppni var um næstu sæti, en þeir Guðjón og Vilhjálmur náðu öðrusætinu eftir mikla baráttu.
5. des fór af stað 3ja kvölda tvímenningur þar sem 2 kvöld telja. Arnór Ragnarsson og Gunnlaugur Sævarsson voru efstir í kvöld með 56% skor.
Föstudaginn 29. nóvember komu Hafnfirðingar í heimsókn til Selfyssinga og háðu árlegu bæjarkeppni sína. Var þetta í 68. sinn sem keppnin fer fram, en hún hefur verið spiluð á hverju ári síðan árið 1945. Leikar fóru þannig að Hafnfirðingar unnu með 104 stigum gegn 70. Borð Hafnarfjörður 1 19 11 2 15 15 3 13 17 4 19 11 5 1 25 6 3 25 Alls 70 104 Spilagjöfin úr keppninni er á þessari síðu og hér á Facebook síðu Bridgesambandsins má finna myndir sem Aðalsteinn Jörgensen tók í keppninni.
Sl. þriðjudagskvöld var 4. umferðin í Butlerkeppni félagsins leikin. 13 pör mættu til leiks. "Þá fór nú blóðið loksins að renna í kallinum og við komumst á skrið" sagði Birgir brattur þegar hann sagði frá því þegar hann gaf Erni, makker sínum, í nefið um mitt kvöld og Örn hnerraði hraustlega.
Þriðja kvöldið af fjórum voru það Ævar Ármannsson og Árni Bjarnason sem náðu bestum árangri en sem fyrr eru efstir Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson og Grettir Frímannsson.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar