Háspenna fyrir lokaumferðina í Kópavogi

föstudagur, 6. desember 2013

Þegar aðeins er eftir að spila þrettándu og síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru tvær sveitir sem enn geta borið sigur úr bítum. Þó er ljóst hvaða þrjár sveitir lenda í þremur efstu sætunum því of langt bil er í fjórðu sveitina. Í síðustu umferðinni spilar toppsveit Hjördísar við sveit Björns Halldórssonar sem er í þriðja sæti og með góðum leik gætu Björn og félagar hjálpað Guðlaugi Bessasyni og hans sveinum að ná toppsætinu af Hjördísi sem á þó 14,48 stig uppá að hlaupa. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.  

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar