Þriðjudaginn 26. febrúar lauk sveitakeppni félagsins. Sveitakeppnin er þannig upp sett að spilastjóri raðar pörum saman í sveitir með það að markmiði að sveitir verði sem jafnastar.
Óskar Jónsson og Gunnar Helgi Hálfdánarson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum með 61,7% skor. Í 2. sæti voru Jón Hákon Jónsson og Sigtryggur Jónsson með 56,7% og 3. sætið varð hlutskipti Eiríks Sigurðssonar og Sigurðar Kristjánssonar.
Þeir Gunnar Guðbjörnsson og Jóhannes Sigurðsson komu, sáu og sigruðu í Sveitarokki á Suðurnesjum. Svavar Jensen var með þeim í pari. Þeir leiddu nánast allan tíman og unnu að lokum með 25 impa mun.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson unnu sannfærandi sigur í Aðaltvímenning BR. En aldrei hefur verið minni munur í baráttunni um annað sætið. Aðeins skildu 1,4 stig milli 2 og 5 sætis.
Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson/Vignir Hauksson leiða Aðaltvímenning BH þegar 3 kvöld eru búin af 4. Þeir eru með 60,6%. Í 2. sæti eru Hlynur Angantýsson og Helga Bergmann/Guðný Guðjónsdóttir með 57,6% og í 3ja sæti Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með sama prósentuskor.
Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er fjögurra kvölda Hraðsveitakeppni sem hefst næsta fimmtudag. Skráning hjá Hjálmari s. 898-3181 og Þórði s.
Nú eru 6 leikir af 8 búnir í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss. Spilaðir eru 2 14 spila leikir á kvöldi. Efstir í mótinu er sveit Gunnars Þ.
Fjórða og síðasta kvöldið í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Kristján B Snorrason og Ásmundur K Örnólfsson náðu besta skori kvöldsins með 63,6% sem dugði þeim í efsta sætið samanlagt og eru þeir þvi Kópavogsmeistarar í tvímenningi 2013. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson urðu að sætta sig við annað sætið eftir að hafa leitt mótið lengst af.
23 pör spiluðu einskvölds tvímenning. Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartmarsson unnu með 61,4%. Næstir voru Guðmundur Skúlason og Þorsteinn Guðbjörnsson mðe 60,4%.
žriðjudaginn 19. febrúar var 6. umferð sveitakeppninnar, af 7, leikin. Og ekki minnkaði spennan. Góðglaðir gestir hafa nú tekið gleði sína á ný, enda tylltu þér sér á toppinn með því að leggja Drengina og dísina að velli.
þriggja kvölda Góutvímenningi B.A. eru það Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson sem fara langbest af stað.
Af einhverjum ástæðum þá rofnaði allt netsamband í gærkvöldi, svo ekki var hægt að senda úrslit kvöldsins á netið.
Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson skutust á toppinn eftir 2 kvöld af 4 í Aðaltvímenning BH 2013. Þeir félagar voru með hæsta skor kvöldins, 66%.
Að sjálfsögðu skipuðu sér spilarar úr BH í efstur sætin Svala næstum því BH ingur allavega spilar alltaf hjá okkur sigraði með glæsibrag Unga daman Erla klikkaði ekki og tók annað sætið, og sýndi það að hún er í hörku formi núna og svo Hrund Einarsdóttir endaði í 4 sæti Það má fylgja með haminguóskir til drengjanna en ég held að þeir hafi verið meira til ógagns en gagns.
Nú er keppni hálfnuð í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss. Spilaðir eru 2 14 spila leikir á kvöldi. Efstir í mótinu er sveit Gunnars Þ. með 84 stig, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Garðar Garðarsson, Gísli Hauksson, Magnús Guðmundsson og Ríkharður Sverrisson.
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld og hefur staðan á toppnum jafnast mikið og nú eru forystusauðirnir Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson með aðeins 56,1% skor.
Eftir að hafa samtals spilað 25 spil við hinar 6 sveitirnar í 30 leikjum urðu Akureyrarmeistarar með yfirburðum sveit Old Boys. Þeir voru með 19,4 stig að meðatali í leik! Í sveitinni spiluðu Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Sveinn Pálsson, Jónas Róbertsson og Grettir Frímannsson.
Þriðjudaginn 12. febrúar var spiluð 5. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins.
Þétt er á toppnum hjá BR. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson hafa forystu þegar mótið er hálfnað.
Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson eru efstir eftir 1. kvöld í Aðaltvímenning BH 2013. Þeir eru með 62,3% og í 2. sæti eru Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson með 61,8%.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar