Stöðuna í Butler, eftir 4 kvöld má sjá hér
Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina að Gullsmára 13 í Kópavogi. Tíu sveitir keppu um sjö sæti í Undanúrslitum Íslandsmótsins auk þess sem Reykjanes á fyrstu varasveit sem fyllir upp í sætið sm Reykjavík notaði ekki.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað í Tryggvaskála á Selfossi nú um helgina. Átta sveitir tóku þátt í mótinu, og var keppnisstjóri Vigfús Pálsson.
Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram nú um helgina í Gullsmára 13 í Kópavogi. Tíu sveitir keppa um sjö sæti í Undanúrslitum Íslandsmótsins sem spiluð verða helgina 8-10 mars.
Þegar búið er að spila tvö kvöld af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs hafa Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson forystu með 60,1% skor og hafa hátt í þriggja prósenta forskot á Hjördísi Sigurjónsdóttur og Kristján Blöndal.
Reykjanesmótið í sveitakeppni fer fram helgina 9-10 febrúar í Gullsmára, félagsheimili aldraðra, beint vestur af Smáralind (sami spilastaður og á afmælismóti BK).
Þá er lokið 4 kvöldum af 5 í Akureyrarmótinu í sveitakeppni en það er í ár spilað með stuttum leikjum svo ekki yrði yfirseta. Sveit Old Boys bætir enn í á toppnum og hefur fengið hæsta skor öll kvöldin og er langefst.
Þriðjudaginn 4. febrúar var spiluð 4ða umferð í sveitakeppni félagsins. Eftir 4 umferðir af 7 eru Jói og jólasveinarnir orðnir efstir með 74 stig.
BÓ var með 232 stig í 11 umferðum sem er rúmlega 20 stig í leik. Sveitir Gabríels Gíslasonar og Svölu Pálsdóttir voru jafnar í 2. sæti með 192 stig.
Bridgesamband Suðurlands heldur Suðurlandsmótið í sveitakeppni helgina 9. - 10. febrúar 2013. Spilamennska hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilað verður um 4 sæti á Íslandsmóti, auk Suðurlandsmeistaratitilsins.
Guðjón Einarsson og Vilhjálmur stóðu uppi sem sigurvegarar í þriggjakvölda butler sem lauk fimmtudaginn 31.janúar. Næsta mót félagsins er sveitakeppni, þar sem Garðar formaður skipar mönnum í sveitir og sér til þess að menn mæti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar