Suðurlandsmótið í sveitakepni: Skráningu er lokið

mánudagur, 4. febrúar 2013

Bridgesamband Suðurlands heldur Suðurlandsmótið í sveitakeppni helgina 9. - 10. febrúar 2013. Spilamennska hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilað verður um 4 sæti á Íslandsmóti, auk Suðurlandsmeistaratitilsins. Allir velkomnir, en til að verða Suðurlandsmeistari þarf sveitin að innihalda meirihluta spilara skráða í félög á Suðurlandi. Spilað verður í Tryggvaskála á Selfossi og verður keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Þátttökugjald verður 25.000 kr. á sveit. Skráning fór fram á  þessari síðu. Skráningarfrestur rann út miðvikudagskvöldið 6. febrúar.

Heimasíða mótsins er hér 

Þess má geta að bridgenefnd HSK hefur ákveðið að Suðurlandsmeistarar 2013 hafi forgang í vali á annari sveit HSK á Landsmóti UMFÍ, sem verður haldið á Selfossi 4.-7. júlí í sumar. HSK mun senda 2 sveitir á mótið eins og heimilt er.

Nánari upplýsingar: Ólafur Steinason í síma 898 2880 eða með tölvupósti ost@ms.is , eða Garðar Garðarsson í síma 844 5209.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar