Miðvikudaginn 5. október var spilaður einskvölds tvímenningur með þátttöku 14 para. Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson voru efst með +30 og fengu að launum að velja sér sitthvora bókina úr Bókasafni Guðmundar Páls Arnarsonar.
Regluleg spilamennska hjá Briddsfélagi Selfoss hefst fimmtudaginn 6. október. Þá hefst þriggjakvölda tvímenningskeppni þar sem tvö bestu kvöldin telja.
Sveit Chile er með forystu að loknu fyrsta kvöldi Bermuda. 20 sveitir mættu til leiks í hraðsveitakeppni BR þetta árið. Að lokinni fyristu umferð af 3 þá er Staðan þessi.
Greifamótið fer vel af stað enda impatvímenningar alltaf skemmtilegir. Eftir fyrsta kvöld af þremur leiða Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson en stutt er í Frímann og Reyni, og Víði og Valmar.
Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst í Gamla vínhústvímenningnum eftir 2 kvöld af 3. Þau eru með +105 en næstir eru Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson með +61 og í 3ja sæti eru Guðlaugur Sveinsson og Jón Bjarki Stefánsson með +59. Hæsta skor kvöldsins náðu Magnús og Halldór, +53 sem jafngildir59,8%.
Minnum alla á að hraðsveitakeppni BR, svokölluð "Mini Bermúda Bowl" byrjar á morgun þriðjudaginn 4. október. Fyrirkomulagið er venjuleg hraðsveitakeppni.
Sveitir Hulduhersins og Skessuhorns eru efstar með 18 stig eftir 1. kvöldið í Reykjavíkur Deildinni. Leik Sparisjóðs Siglufjarðar og VÍS var frestað og sveit Hulduhersins var í yfirsetu sem reynt verður að fylla upp í.
Eftir tvö kvöld af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kóopavogs eru Kristján B Snorrason og Hjálmar S Pálsson efstir með 108,6 stig sem er samanlögð prósentuskor beggja kvöldanna.
Bridgefélag Reykjavíkur stendur fyrir 4 stuttum tvímenningsleikjum á BBO næsta föstudag. Spilamennska er skipulögð kl. 19:00, 20:00, 21:00 og 22:00 Hver lota er sjálfstæð.
Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason unnu mótið með nokkrum yfirburðum. Besta skor kvöldsins fengu Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson, 1267 stig Lokastaðan Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson 2458 stig Egill Darri Brynjólfsson - Örvar Óskarsson 2001 stig Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 1951 stig Sveinn Rúnar Eiríksson - Júlíus Sigurjónsson 1863 stig Jón Sigurbjörnsson - Björk Jónsdóttir 1413 stig Sjá nánar á heimasíðu BR Næsta mót er hraðsveitakeppni, þrjú kvöld Allir velkomnir.
Eftir jafna og spennandi baráttu stóðu Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson uppi sem sigurvegarar en þeir unnu stórt innbyrðis setu við Reyni og Frímann í næst síðustu umferð.
Vetrarstarf Briddsfélags Selfoss og nágrennis hefst föstudaginn 30. september með aðalfundi. Fundurinn hefst kl.20:00 í Tryggvaskála. Að loknum aðalfundarstörfum verður svo tekið í spil.
Aron Þorfinnsson mun í dag kl. 18 vera með fyrirlestur og umræður um sagnvenjur. Til dæmis ýmsar lebensohl-stöður og algengar sagnvenjur.
Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst með 66,1% eftir 1. kvöldið af 3 í Gamla vínhús móti Bridgefélags Hafnarfjarðar. Næst eru María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson með 56,5% og í 3ja sæti eru Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason með 55,6%.
Guðmundur Aldan Grétarsson og Stefán R Jónsson tóku forystuna á fyrsta kvöldi af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Spilað var á 7 borðum en þar sem spilaður er Monrad-barómeter hvert kvöld fyrir sig er hægt að bæta inn pörum en þau geta þó ekki unnið til verðlauna.
Miðvikudaginn 21. september spiluðu Miðvikudagsklúbburinn og Muninn Sandgerði sömu spil og er komin niðurstaða úr samreiknuðum útreikning: Þorgeir Ver Halldórsson og Garðar Þór Garðarsson enduðu efstir með 61,8% og næstir voru Runólfur Guðmundsson og Sveinn Ragnarsson með 59,4%.
Fyrsta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs hefst fimmtudaginn 22 sept kl. 19:00 (á morgum) Það er þriggja kvölda Monrad-barómeter þar sem allir spila spil 1-4 í fyrstu setu osfrv.
Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar fer vel af stað en 16 pör spila í tveggja kvölda tvímenningi. Nokkur pör skiptust á um að vera á toppnum en Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson eru þar nú.
Að loknum 2 kvöldum er staðan þessi. Hnífjafnt á toppinum 1. Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson = 1571 stig 2. Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason = 1569 stig 3. Sveinn R.
Þá er lokið öðru spilakvöldi BH með risaskori hjá hjónunum Dröfn og Ásgeiri en þau enduðu með 71% skor. hér má sjá heildarstöðuna Næsta mánudag hefst 3 kvölda Barometer Gamla vínhús mótið þar sem vegleg verðlaun verða í boði.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar