Sveit Sparisjóðs siglufjarðar er með nauma forystu eftir 3 umferðir með 59 stig. Næst kemur Íslenskt grænmeti með 56 stig.
Sveit Miðvikudagsklúbbsins leiðir eftir 2 kvöld af 3. Þeir eru með +101 impa. Í öðru sæti er sveit GSE með +82 og voru þeir með skor kvöldsins, +45. Í 3ja sæti er sveit Eðvarðs Hallgrímssonar með +42 og þeir voru jafnframt í 2. sæti yfir kvöldið með +41 impa.
Á morgun þriðjudaginn 25. október hefst 8 kvölda sveitakeppni. Spilaðir verða 10 spila leikir, 3 leikir á kvöldi. Fyrirkomulagið er mondrad fyrstu 4 kvöldin og síðan verður sveitum skipt upp í deildir þar sem efstu/neðsta færast á milli deilda eftir hvert spilakvöld.
Síðastliðið fimmtudagskvöld lauk 3ja kvölda tvímenningi hjá briddsfélagi Selfoss með sigri Kristjáns Márs og Helga Grétars, skammt þar á eftir komu Guðmundur Þór og Björn.
Öll úrslit og butler er að finna á heimasíðu ReykjavíkurDeildarinnar
Annað kvöldið af þremur í Butler-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson náðu besta skori kvöldsins með +44. Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson tóku hinsvegar forystuna í heildarkeppninni með +64 samtals.
Minnum á spilamennsku í Reykjavíkurdeildinni í kvöld kl. 19:00 í Síðumúla.
Sveit Chile vann hraðsveitakeppnina með yfirburðum. Lokastaðan Chile = 1617 Ástarlía = 1578 Nýja Sjáland = 1553 Í sveit Chile spiluðu Ómar Olgeirsson, Ragnar Magnússon, Páll Valdimarsson, Sverrir Kristinsson, Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson Sjá nánar á heimasíðu BR Næst er 8 kvölda sveitakeppni.
Eftir gott gengi lokakvöldið urðu Frímann og Reynir hlutskarpastir en efstir urðu: 1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason +86,3 impar 2. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson + 35 impar 3. Óttar Oddsson - Kristján Þorsteinsson +28,5 impar Öll úrslit má sjá hér.
Sveit Miðvikudagsklúbbsins er efst með +83 impa eftir 1. kvöld af 3 í Hraðsveitakeppni BH. Sveit GSE er í 2. sæti með +37 impa og í 3ja sæti er sveit Maríu Haraldsdóttur með +34. Öll úrslit , butler og stöðu er að finna á heimasíðu félagsins.
Annað kvöldið í suðurgarðstvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk með naumum sigri þeirra Sveins Ragnarssonar og Runólfs Guðmundssonar, skammt þar eftir jafnir öðru til þriðjasætis komu þeir Guðmundur Þór og Björn Snorrason, og Símon Sveinsson og Sigfinnur Snorrason.
Búið er að draga í 2. umferð í ReykjavíkurDeildinni. Næstu spiladagur er 20.
Hjálmar S Pálsson og Sveinn R Þorvaldsson eru efstir eftir fyrsta kvöldið af þremur í Bötler-tvímenningi hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þeir eru með 2,11 að meðaltali úr spili.
Einar Hallsson og Guðmundur Guðmundsson komu með glæsilegt comeback á spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins. Þeir leiddu mest allt kvöldið með yfir 70% skor en enduðu í lokin með "aðeins" 66,1% skor.
Sveit Chile er með smá forystu að loknum 2 kvöldum hjá BR. Staðan er þessi...
Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson unnu 3ja kvölda Gamla vínhússtvímenning BH. Þau endðu með 56,9% skor sem var rúmlega 3% meira en næsta par sem var Pétur Sigurðsson og Ólafur Þór Jóhannsson.
Á morgun 11. október 2011 eru liðin 20 ár síðan að Ísland vann Bermúda skálina eftir æsispennandi úrslitaleik við Pólverja. Í tilefni tímamótanna verður BSÍ og Bridgefélag Reykjavíkur með afmæliskaffi og fyrirlestur í húsakynnum BSÍ að Síðumúla 37 kl.
Keppni hófst í fyrsta móti vetrarins 6. október sl. Mótið nefnist Suðurgarðsmótið, og er 3 kvölda mót, þar sem 2 bestu kvöldin gilda til stiga. Til leiks mættu 11 pör í fyrsta kvöldið, en benda má fólki á að það getur bæst í hópinn á næsta kvöldi sem verður spilað 13. október.
Þegar spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins og Muninn var samreiknaður fyrir miðvikudaginn 5. október þá voru Garðar Garðarsson og Arnór Ragnarsson hæstir yfir bæði félög með 62,8%.
Lokið er fyrstu keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þar var spilaður þriggja kvölda Monrad-barómeter. Samanlögð prósentuskor kvöldanna þriggja gilti til verðlauna.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar