Sveit Chile er með eins stigs forystu á sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. Stutt er í næstu sveitir Sveit Chile og Sparisjóðsins spila saman í næstu umferð.
Nú er keppnin um titilinn hafin og eftir 1.kvöld af 4 leiða Grettir Frímannsson og Hörður Blöndal með 58,5% skor.
Laugardaginn 12. nóvember var haldið í fyrsta sinn Suðurlandsmótið í einmenning. Til leiks í mótið mættu 16 spilarar og spiluðu allir við alla 3 spil á milli, eða alls 45 spil.
3. umferð Reykjavíkurdeildarinnar var spiluð í gær, fimmtudaginn 10.nóv. Grant Thornton hefur náð góðri forystu en nóg er eftir af mótinu svo aðrar sveitir skulu ekki örvænta.
Málarbutler félagsins, sem var þriggja kvölda málarabutler lauk síðastliðið fimmtudagskvöld, með sigri þeirra Kristjáns og Helga. Þar rétt á eftir voru þeir Þröstur og Sigurður.
Þriðja og fjórða umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs voru spilaðar í gærkvöldi. Sveit Þorsteins Berg jók forystuna í tíu stig og er nú með 78 stig af 100 mögulegum.
3. umferð í Reykjavíkurdeildinni fer framm í kvöld. Ómar Olgeirsson sér um uppsetningu á spilakvöldinu í fjarveru Svenna Sterka. Spilamennska hefst stundvíslega kl.
Föstudaginn 4. nóvember sl. lögðu 11 pör frá Selfossi land undir fót og mættu í Golfskálann á Strönd og mættu 7 pörum frá Bridgefélagi Rangæinga í árlegri heimsókn.
Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hefur farið ágætlega í gang en nú er lokið þremur mótum. Fyrsta mótið var Startmót Sjóvá sem var tveggja kvölda tvímenningur með 15 pörum en efst urðu: 1. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 59,0% 2. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 55,8% 3. Valmar Valjaots - Víðir Jónsson 55,4% Næst var Greifamótið, þriggja kvölda impa tvímenningur, en alltaf er Greifamaturinn góður hvati til árangurs.
ATH, skráning er enn mjög lítil í þetta mót, eða 10 einstaklingar þegar þetta er skrifað. Ef þátttaka næst ekki í lágmark 16 manns verður mótið ekki haldið.
Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011. Sparisjóður Siglufjarðar er með tveggja stiga forystu á sveit Chile og eiga að spila saman í næstu umferð.
Aðaltvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar hófst mánudaginn 7. nóvember. Spilaður er Barometer 7 spil á milli para en pörin eru 19, fjölgar vonandi í 20. Efstir eftir fyrsta kvöld eru bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn Arasynir úr Borgarnesi, þeir náðu skori upp á 72,1%! Í öðru sæti eru Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson, Hvanneyringar, með 61,2 %.
Austurlandsmótið í tvímenningi í bridge fór fram á Seyðisfirði 4. og 5. nóvember. 14 pör tóku þátt Í efstu sætum urðu: 1. Guttormur Kristmannsson og Magnús Ásgrímsson 137 stig.
Laugardaginn 5 nóvember var spilaður tvímenningur í bridge í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla norðurlands vestra. Um var að ræða svæðamót Norðurlands vestra.
Aðalsveitakepni Bridgefélags Kópavogs hófst í gærkvöld. tíu sveitir mættu til leiks og hefur sveit Þorsteins Berg nauma forystu eftir tvær umferðir með 39 stig en sveit Jörundar kemur næst með 37 stig.
Mjög þétt er á toppnum í haustsveitakeppni BR 2011. Sparisjóður Siglufjarðar er með eins stigs forystu á Garðs Apótek og eiga að spila saman í næstu umferð.
Kópavogsdeildin í bridge auglýsir eftir áhugasömum bridgespilurum sem ekki hafa þann leiða ávana að spila einungis einn fimmtudag í mánuði!! Verkefni: Taka þátt í hinni bráðskemmtilegu AÐALSVEITAKEPPNI Bridgefélags Kópavogs sem hefst þann 03 nóvember næstkomandi.
Kristján Már og Gísli Þórarinsson fengu mjög gott skor á fyrstakvöldi málarabutlersins sem hófst síðastliðið fimmtudagskvöld. Mótinu verður haldið áfram næstkomandi fimmtudag.
Þrigja kvölda Butler-tvímenningi Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og Júlíus Snorrason höfðu þar sigurþrátt fyrir að skora aðeins +8 impa síðasta kvöldið.
Vetrarstarf bridgespilara á Austurlandi er komið á fullt sving. Góður upptaktur er í starfi sambandsins og er þátttakan á þeim mótum sem búin eru á starfsárinu með besta móti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar