Skráning í sveitakeppnina hjá BR hafin

mánudagur, 24. október 2011

Á morgun þriðjudaginn 25. október hefst 8 kvölda sveitakeppni.  Spilaðir verða 10 spila leikir, 3 leikir á kvöldi.  Fyrirkomulagið er mondrad fyrstu 4 kvöldin og síðan verður sveitum skipt upp í deildir þar sem efstu/neðsta færast á milli deilda eftir hvert spilakvöld.  Þetta mót er tilvalin æfing fyrir Sveitakeppni Bridgehátíðarinnar !

Allir sem hafa áhuga á því að vera með eru beðnir um að skrá sig á br@bridge.is eða hringja í Rúnar í síma 820-4595.  Þeir sem eiga í vandræðum með að redda sér makker/sveitafélögum endilega hafa samband og við aðstoðum við leitina.

Þeir sem eiga í vandræðum með að redda einstaka spilakvöldi vegna Madeira ferðar eða annars eru sérstaklega hvattir til að hafa samband og við leggjum okkur fram við að leysa vandamálið.

kveðja, Stjórn BR

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar