Heimir Tryggvason og Árni Már Björnsson sigruðu á fyrsta spilakvöldi Bridgefélags Kópavogs þetta haustið. Spilaður var Monrad-barómeter.
Hæsta skorið lækkaði aðeins við samreikninginn en efstir voru Arnór Ragnarsson og Oddur Hannesson með 58,6%. Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson voru í 2. sæti með 58,3% og í 3ja sæti voru Halldór Ármansson og Gísli Sigurkarlsson með 57,1%.
Miðvikudagsklúbburinn byrjaði vetrarstarfsemina 14. september. Guðlaugur Sveinsson og Guðrún Jörgensen unnu fyrsta kvöldið með 59,2% skor. Öll úrslit og spil og lifandi úrslit á spilakvöldum félagsins er að finna á heimasíðu félagsins: www.
Vetrarstarf Bridgefélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 15 september með eins kvölds MONRAD-tvímenningi. Spilastaður: Gjábakki, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg.
Bridgefélag Akureyrar hefur vetrarstarfið á tveggja kvölda Start tvímenningi þriðjudaginn 20.september. Spilað er að Skipagötu 14 og hefst kl 19:30.
Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason eru með góða forystu eftir fyrsta kvöld af þremur í Cavendish Tvímenningi BR. 44 pör taka þátt.
Hérna má sjá úrslitin frá fyrsta kvöldinu hjá okkur. http://www.bridge.is/files/12-09-11_773371313.
Vetrarstaf bridgefélaganna á Suðurnesjum hefst miðvikudaginn 14. september n.k. Fystu kvöldin verður spilaður eins kvölds tvímenningur, þar sem spiluð verða sömu spil og miðvikudagsklúbburinn og skor klúbbanna sett saman.
Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson unnu 34 para lokamót Sumarbridge 2011. Enduðu þeir 3 stigum fyrir ofan Garðar Garðarsson og Gunnlaug Sævarsson.
Fyrsta spilakvöld BR fór rólega af stað. Páll Valdimarsson og Sverrir Kristinsson tóku risaskor í síðustu umferð og unnu mótið. 1. Páll Valdimarsson - Sverrir Kristinsson 137 stig 2. Helgi Sigurðsson - Ísak Örn Sigurðsson 128 stig 3. Vigfús Pálsson - Björgvin Víglundsson 127 stig Nánari úrslit er að finna á heimasíðu BR Næst er þriggja kvölda Cavendish tvímenningur, þar sem hægt er að skora stórt.
Lokamót Sumarbridge 2011 fer fram föstudaginn 9. september og byrjar kl 18:00. Spilaðar verða 10 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig.
Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 8 sept. kl. 19:00 í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, Fannborg 8. (á bakvið Landsbankann við Hamraborg) Venjuleg aðalfundarstörf.
Þá er haust starfið að hefjast sjá dagskrá hérna
Síðustu kvöld eru kominn inn á síðuna hér. Sigurvegarar undanfarið: 9.ágúst Þórhallur Hermannsson - Hjalti Bergmann 65,6% 16.ágúst: Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 68,1% 23.ágúst: Una Sveinsdóttir - Ragnheiður Haraldsdóttir 61,1% Enn eru nokkur kvöld eftir svo um að gera að hita sig upp fyrir vetrarstarfið.
Jón Bjarki Stefánsson og Ólafur Þór Jóhannsson unnu 31 para tvímenning í Sumarbridge, miðvikudaginn 17. ágúst.
Öll úrslit sumarsins má sjá á heimasíðu sumarbridge BA
UMSS vann Bridgekeppni 1. Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fór á Hvammstanga. Nánari úrslit er að finna hér.
Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson voru efstir í Bill Hughes Alheimstvímenningnum. Jöfn í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og María Haraldsdóttir og Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson.
Bridge - Bridge - Bridge Námskeið fyrir 10 ára og eldri Áhugasamar stúlkur á námskeiðinu Boðið verður upp á fría kennslu í Bridge á þriðjudögum og miðvikudögum í sumar frá kl.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar