Á fundi sínum í dag samþykkti mótanefnd mótaskrá fyrir 24-25. Drög hafa legið frammi til umsagnar núna í um mánuð.
Búið er að draga í 32.liða úrslit í bikar. Dregið verður 1.júlí í næstu umferð og þurfa allir leikir að vera búnir fyrir það. Við munum reyna að búa til contact lista sem kemur inn á næstu dögum.
Ísland gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Hollendinga í 4 af 9 leikjum sem voru spilaðir núna um helgina. Leikirnir eru undirbúningur fyrir Evrópumótið sem fer fram í Danmörku í sumar.
Mjög góð staða er í Hollandi í vinnáttulandsleik Íslands og Hollands. Þegar tvær umferðir af 9 eru búnar gegn Evrópumeisturum Hollendinga leiðir Ísland 170-120 í impum.
Núna um helgina verða spilaðir vináttulandsleikir við Holland í opna flokknum sem fara fram í Utrecht í Hollandi. Hollendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar í Bridge svo ljóst er að um erfiða leiki verður að ræða fyrir Ísland.
Nýliðabridge er komið í sumarfrí en allir eru velkomnir í sumarbridge sem verður klukkan 19.00 alla mánudaga og miðvikudaga í sumar. Það er ekkert mál að mæta allir taka vel á móti þeim sem eru að stiga sín fyrstu skref.
Skráning
Kjördæmamótið 2024 fer fram í Stykkishólmi 04-05. maí. Tímaplanið. tímatafla-2024.pdf (bridge.is)Keppendalisti.keppendalisti-2024.pdf (bridge.is)Fyrsta umferðin:Austurland - Norðurland EystraNorðurland Vestra - VestfirðirSuðurland - VesturlandReykjanes - FæreyjarReykjavík á yfirsetu.
InfoCapital hafa tekið góða forystu á Íslandsmótinu í sveitakeppni þegar mótið þegar tveir dagar af fjórum eru búnir. Í næstu fjórum sætum sem gefa sæti í final4 á sunnudag eru, Kjörís, Hótel Norðurljós og SFG.
Running score
Mótaskrá24/25drög
Það er spilað í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Tímatafla Umferðaröð Reglugerð Leiðarvísir Kostnaður fyrir sveit er 48.þús Það verður frítt kaffi og seldar léttar veitingar.
Dagskrá hér Reglugerð Það kostar 48.þús per sveit og er innifalið kaffi.
Sveit PwC urðu um helgina Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna. Var ótrúleg spenna og var það á síðasta spilinu sem sveitin tryggði sér sigur. En í lokaumferðinni vann sveit PwC sveit Tekt ehf sem var í fyrsta sæti fyrir síðustu umferðina.
Tekt hefur 12 stiga forystu á Íslandsmóti kvenna. Í sveitinni spila Þær Anna Guðlaug Nielsen - Helga Helena Sturlaugsdóttir - Harpa Fold Ingólfsdóttir - María Haraldsdóttir Bender Í öðru sæti er sveit PWC en í þeirri sveit spila margfaldar Íslandsmeistarar Ljósbrá Baldursdóttir - Hjördís Sigurjónsdóttir - Anna Ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir Svo skemmtilega vill til að þessar sveitir spila saman í síðustu umferðinni í dag.
Staðan hér
Islandsmót kvenna
Íslandsmótið í tvímenning sem haldið var um helgina var æsispennandi. Var mótið ótrúlega jafnt allan tímann og tryggðu Hlynur og Jón sér titilinn í síðasta spili.
Meðfylgjandi er skrá yfir sigur/jafntefli/tap á bridgehátíð. Yfirseta er alltaf 0. Það verður byrjað að slá inn 17.febrúar svo ekki er hægt að gera athugasemdir eftir það.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar