Jólamót BR verður haldið sunnudaginn 30. desember 2018 í Síðumúla 37. Mótið hefst kl. 11:00 stundvíslega. Spilaður verður Monrad Barometer - 44 spil.
http://www.bridge.is/meistarastig/bh/bfeh/2015_2016/2018-12-27.
Jólamót Bridgefélags Rangæinga verður haldið laugardaginn 29. desember í Hvolnum á Hvolsvelli. Spilamennska hefst kl. 11,00 og spiluð verða 44 spil.
Jólamót BH verður haldið fimmtudaginn 27.
Jólatvímenningur Bridgefélags Kópavogs var spilaður í kvöld. 28 pör mættu og skemmtu sér yfir spilum, rauðvíni og smákökum. Ragnar Hermannsson og Anna Þóra Jónsdóttir urðu hlutskörpust með 67,4% skor.
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar okkur í jólabarómeter með þátttöku 12 para. Veitt voru verðlaun fyrir alla flokka en ögn meira fyrir efstu sætin í allar áttir á stigatöflunni, svona í anda afreksíþróttastefnu Hlutskarpastir urðu hinir fíngerðu og fisléttu Selfyssingar, Garðar og Sigfinnur.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 12-13.janúar 2019 Spilastaður verður ákveðinn síðar Uppl. gefur Höskuldur í s.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld þegar fimmtánda og síðasta umferðin var spiluð. Sveit vestra sigraði með 225,18 stig, sveit Þóru Hrannar varð í öðru sæti með 220,20 stig og þriðju urðu liðsmenn Garðs Apóteks með 192,91 stig.
Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar við 5 kvölda Butler. 10 pör mættu til leiks á Heimalandi, heimavelli okkar, en kvöldið á undan hröktumst við undan stormi, strórhríð og tónleikum niður í Gunnarshólma, félagsheimili Austur-Landeyinga.
Vinir okkar Færeyingar ætla að halda 2ja daga tvímenning dagan 8 og 9.
Jólatvímenningur Breiðfirðingafélagsins var spilaður í kvöld. Spiað var á sex borðum og ákvað keppnisstjórinn uppá sitt einsdæmi að bjarga yfirsetunni með því að sækja sér maker í hvelli.
Björn og Pálmi sigruðu aðaltvímenning félagsins, næsti komu Kristján og Sigurður. Næsta mót félagsins er jólaeinmenningur og lofar gjaldkerinn skemmtilegum verðlaunum.
Þegar aðeins er eftir að spila eina umferð í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Vestra með 208,86 stig en sveit Þóru Hrannar er með 204,17 í öðru sæti.
Suðurlandsmóti í tvímenning er lokið, þátt tóku 18 pör. Sigurvegarar með 62,7% skor voru þeir Guðbrandur Sigurbergsson og Sigurjón Harðarson, í öðru sæti voru þeir Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 58,4% og í þriðja sæti Björn Snorrason og Guðjón Einarsson með 55,9 % en þeir eru jafnframt Suðurlandsmeistarar.
Kristján og Sigurður er enn efstir eftir tvö kvöld, en hart var sótt að þeim. Stóðust þeir allar atlögur en það er kallt á toppnum.
Eftir tólf umferðir af fimmtán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveit Vestra orðin efst með 169,48 stig en sveit Þóru Hrannar kemur næst með 167,79 stig.
Sl. þriðjudag komum við Rangæingar að vanda saman á heimavelli okkar og lékum 3. umferð í Butlerkeppni vetrarins. 11 pör mættu til leiks. "Mér finnst svo mikið skemmtilegra að spila hér" sagði Eyþór Árnesingur, þegar hann taldi saman skor þeirra Dúasonar.
Suðurlandsmót í tvímenning verður haldið föstudaginn 30.nóv. Spilað verður í Stóra Ármóti og hefst spilamennska kl 19:00. Keppnisgjald er kr. 5.000 á parið.
Þegar 2 kvöld af 4 eru búin í hraðsveitakeppni BR hefur Garðsapótek tekið forystuna en Hótel Hamar og Guðrún Óskars eru skammt undan, sjá nánar hér
Aðaltvímenningur félagsins hófst á fimmtudags kvöld. Kristján Már og Sigurður Björgvins tilltu sér flótlega á toppinn og bætt við forystuna janft og þétt allt kvöldið.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar