Fyrsta kvöldið af þremur í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. 18 pör mættu til leiks og urðu Hermann Friðriksson og Kjartan Ingvarsson efstir með 47 impa í plus.
Nú líður að lokum vetrarstarfs og lékum við fjórða og næstsíðasta kvöldið í Samverkstvímenningnum sl. þriðjudag. Til leiks mættu 13 pör. Fjögur pör af þessum þrettán voru í sérflokki og voru einu pörin sem náðu í yfir 50% skor.
Hrossakjetsmótið á Hala Í Suðursveit verður nú um helgina, 30-31 mars. 32 pör eru skráð og ekki víst hvort hægt er að taka við fleirum.
Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er Impakeppni Bakarameistarans. Hún er spiluð fimmtudagana 28. mars, 04. og 11. apríl. Spiluð verða þrjú stök butler-spilakvöld en spila þarf öll kvöldin til að hljóta verðlaun.
Eftir níu umferðir af fimmtán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Grant Thornton enn efst, nú með 15,5 stiga forskot á Betri Ferðir.
Bæjakeppni Hafnarfjarðar og Kópavogs var spiluð í gærkvöldi að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Spilaður var opinn butlertvímenningur og var skor fimm efstu para í hvoru liði látið gilda til úrslita í bæjarkeppninni.
Sl. þriðjudag flykkumst við Rangæingar á Heimaland til að leika 3ju umferð í Samverkstvímenningnum. Til leiks mættu 12 pör. Bestir, eins og svo oft áður, voru Sigurður Skógabóndi og Jói nýbúi á Selfossi, með 63,0% skor.
Eftir tvö kvöld af fimm í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Grant Thornton efst með 90,43 stig af 120 mögulegum. Stutt er í næstu sveitir á eftir og enn níu umferðir óspilaðar.
Bæjakeppni Kópavogs og Hafnarfjarðar fer fram fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 19:00 Spilaður verður butler-tvímenningur, sjö umferðir eftir monrad, fjögur spil í umferð.
Garðar Garðarsson ásamt meðreiðarsveinum sínum sigraði þriggja kvölda tvímenning sem lauk síðast liðin fimmtudag. Næsta mót félagsins er jafnframt loka mót vetrarins.
Hrossakjötsmótið í Þórbergssetri Hala í Suðursveit verður haldið helgina 30-31.mars 2019 Með sama sniði og undanfarin ár. Næg gisting á staðnum og matur.
Þriðja og síðasta kvöldið í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Hjálmars Pálssonar sigraði með 1792 stig, 81 stigi meira en næsta sveit.
Sl. þriðjudag mættu 12 pör til leiks og léku 2. umferð af 5 í Samverkstvímenningnum. Eldsprækir og algjörlega úthvíldir eftir endurnærandi Færeyjaferð urðu Færeyjafararnir í 1. og 2. sæti.
Fyrsta kvöldið af fimm í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Vestra er efst með 48 stig af 60 mögulegum.
Tvö kvöld af þremur er lokið í þriggjakvölda tvímenningi. Staðan á toppnum er þétt og verður hart barist á lokakvöldinu.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 12. mars og stendur væntanlega til 16. apríl. Reiknað er með að keppnin standi yfir í sex þriðjudaga en fjöldi leikja á kvöldi ræðst af þátttöku.
Næsta mánudag stefnum við á að hafa 2 kvölda sveitakeppni með stuttum leikum 6-7 spila leikjum 4 eða 5 leikir um kvöldið gott væri að skrá þannig að maður vissi ca.
Annað kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Helga Viborg náði hæsta skori kvöldsins með 616 stig en sveit Hjálmars er áfram efst með 1203 stig samtals.
Þeir stóðu sig vel snáðarnir sl. þriðjudag, þegar fyrsta kvöld af fimm var leikið í Samverkstvímenningnum. "Ekkert sérstakt skor samt" sagði Billi þegar úrslitin voru kunn.
Aðaltvímmenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í kvöld. Harpa Fold Ingólfsdóttir og Sigþrúður Blöndal náðu besta skori kvöldsins með 61,1% en bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir héldu efsta sætinu samanlagt og eru verðskuldaðir sigurvegarar með 59,2% skor.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar