Rangæingar -- Sérflokkurinn

miðvikudagur, 27. mars 2019

Nú líður að lokum vetrarstarfs og lékum við fjórða og næstsíðasta kvöldið í Samverkstvímenningnum sl. þriðjudag.  Til leiks mættu 13 pör.

Fjögur pör af þessum þrettán voru í sérflokki og voru einu pörin sem náðu í yfir 50% skor.  Það hygg ég að sé býsna fátítt að innan við þriðjungur þátttakenda nái skori sem í frásögur er færandi.  

Fremstir meðal jafningja urðu Bjössi og Billi með 70,4% skor. "Sæmilegt, ekkert meira en það" sagði Billinn hæfilega kátur með úrslit kvöldsins.    Næstir komu svo Arnarhólsöðlingurinn og Grundargæskurinn með 58,3% skor.   Jafnir í þriðja og fjórða urðu svo stórsmiðurinn (stór, enda 1,97 á hæð) og togarajaxlinn, samsíða Skógabóndanum og Jóa, með 56,3% skor.   Þá eru plúskallarnir upptaldir en af blúsköllunum 18, sem fengu minna en meðalskor, fer engum sögum.

Þó má nefna að klerkurinn okkar sagði stundarhátt við borðið "Ég er ekki ánægður með lækninn.  Hann vildi ekki láta mig fá töflurnar tvær sem ég vanur að fá mér til upplyftingar og frúin hefur verið svo ánægð með.  "Já, þessar bláu" sagði Billi, "ég á eina eða tvær í náttborðsskúffunni, ef þú vilt"

Úrslit og spil má sjá hér

Stöðuna í Samverkstvímenningnum hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar