Impamót Bakarameistarans hófst í kvöld og er þetta þriggja kvölda butlet-tvímenningur. Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson urðu efst með eins impa mun.
Sl. þriðjudag settust menn, og báðar stelpurnar, að spilum á Heimalandi og léku 4. og næstsíðustu umferð í Samverkstvímenningnum. Til leiks mættu 14 pör.
Öll spil, úrslit og RAUNSTAÐA
Að neðan er hlekkur á stöðuna: PÁSKAMÓT BH
Hið árlega Páskamót Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldið á Föstudaginn-Langa og hefst klukkan 17:00. Spilað verður á hefðbundnum stað í sal Eldriborgara að Flatahrauni.
Þeir kumpánar Karl og Össur urðu hlutskarpastir í þriggjakvölda tvímenning sem var að ljúka. Nú er farið að síga á seinni hlutan á tímabilinu hjá félaginu, næst verður spilaður eins kvölds tvímenningur fimmtudaginn 16. apríl.
Páskatvímenningur Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins var spilaður á Pálmasunnudagskvöld og urðu úrslitin eins og sjá má hér.
HSK-mótið í sveitakeppni var spilað á Flúðum laugardaginn 21. mars með þátttöku 12 sveita. Sveit TM Selfossi sigraði eftir harða baráttu við sveit Halldórs Svanbergssonar og í þriðja sæti var sveit SFG.
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi með nokkuð öruggum sigri sveitar Jörundar Þórðarsonar með líklega elsta sigurvegara landsins innanborðs því faðir formannsins, Þórður Jörundsson er kominn nokkuð á tíræðisaldurinn.
Halldór Þorvaldsson og Mgnús Sverrisson urðu efstir með 62% skor í Miðvikudagsklúbbnum í kvöld. Sjá hér.
Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar enn saman að Heimalandi og léku 3. umferð í Samverkstvímenningnum. Til leiks mættu 14 pör og léku að vanda 28 spil með Monrad-fyrirkomulagi.
Ester og Alda efstar á konukvöldi BR Lokastaðan: Ester og Alda = 64,8% skor Hulda og Hrafnhildur = 61,7% skor Soffía og Inga Lára = 55,6% skor
Sveit Jörundar hefur nú 76 stiga forystu þegar aðeins er eitt kvöld eftir af Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópoavogs en þeir fengu +50 á meðan vinirnir fengu -44 í gærkvöldi.
Sl. þriðjudag hittist að vanda fríður hópur manna og kvenna, sérstaklega kvenna, að Heimalandi undir V-Eyjafjöllum til að leika 2. umferð af 5 í Samverkstvímenningnum.
Spilakvöld í Síðumúla 37 kl. 19 á hverjum fimmtudegi fram á vor. Hægt er að mæta með makker eða þá stakur/stök og Ómar spilastjóri spilar sjálfur eða reddar makker.
HSK-mótið í sveitakeppni fer fram laugardaginn 21. mars í félagsheimilinu á Flúðum. Mótið hefst kl. 11 og áætlað að klárist fyrir kvöldmat. Skráning hér eða hjá Garðari Garðarðssyni í síma 844-5209 (gardar@selfossveitur.
Þriggja kvölda tvímenningur hófst hjá félaginu með þátttöku 9 para. Efstir eftir fyrsta kvöldið eru þeir Karl og Össur. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag og er fleirum velkomið að bætast í mótið.
Annað kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærköldi og héldu tvær efstu sveitir sínu skriði. Sveitir Vina og Jörundar virðast ætla að heyja einvígi um efsta sætið nema aðrar sveitir taki undir sig risastökk næsta fimmtudag.
Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar leik í Samverkstvímenning félagsins, fimm kvölda keppni þar sem fjögur bestu kvöldin gilda til úrslita.
Aðalsveitakeppni félagsins er nú lokið, sigurvegarar þetta árið eftir spennandi lokabaráttu urðu þeir, Brynjólfur-Helgi og Höskuldur-Eyþór. Næsta mót félagsins er þriggjakvölda tvímenningur.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar