Jörundur og félagar sigruðu í Kópavogi

föstudagur, 27. mars 2015

Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi með nokkuð öruggum sigri sveitar Jörundar Þórðarsonar með líklega elsta sigurvegara landsins innanborðs því faðir formannsins, Þórður Jörundsson er kominn nokkuð á tíræðisaldurinn. Lokakvöldið var sveitunum skipt í A og B riðla þannig að sex efstu sveitirnar eftir þriðja kvöldið voru í A-riðli og kepptu um þau verðlaun sem í boði voru. Öll úrslit má sjá hér   

Eftir páska hefst svo Impamót Bakarameistarans sem verður þriggja kvölda butler-tvímenningur.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar